Leita í fréttum mbl.is

Boris rær lífróður

Boris Johnson forsætisráðherra Breta er um margt sjarmerandi  ólíkindatól. Hann náði að verða borgarstjóri í London, sem annars er hefðbundið vígi Verkamannaflokksins og var besti málflytjandinn fyrir Brexit. Íhaldsflokkurinn vann stórsigur undir hans forustu í síðustu kosningum.

Þrátt fyrir þetta rær Boris nú lífróður fyrir því að halda embættinu. Margir spáðu því, að efnahagsmálin yrðu honum þung í skauti og þau verða það standi hann af sér spjótalögin núna. Boris er baráttumaður og í gær náði hann því tárfellandi á stundum, að fá ýmsa þingmenn Íhaldsflokksins til að draga til baka kröfu um vantraust og leiðtogakjör. Það var áfangasigur.

Boris er samt verulega laskaður.  Í fyrsta lagi reyndi hann að blekkja þingið. Í öðru lagi gerðist hann brotlegur við eigin sóttvarnarlög. Þó svo að Boris nái höfn núna, þá hefur hann misst tiltrú þjóðarinnar og hana verður erfitt að endurvinna.

Í Bretlandi taka menn það óstinnt upp þegar ráðherrar segja þinginu ekki satt. En eru ekki eins teprulegir gagnavart áfengisneyslu og við.  Áfengisneyslan er þó ekkert atriði heldur brot Borisar á lögum og með hvaða hætti hann reyndi að blekkja þingið. 

Sennilega er hann svo laskaður að það væri best fyrir Íhaldsflokkinn að hann færi. En Boris er ólíkindatól og ólíkindatól geta stundum staðið af sér storma sem engir aðrir geta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stórsigurinn var algjörlega Nigel Farage að þakka :). Reyndar hefur komið fram hjá konu sem var í innsta hring B.J. á sínum tíma að hann hafi hótað fulltrúum sambandsins bak við tjöldin að ef þeir gengju ekki að góðum samningum við hann myndi hann uppljóstra um raunverulegar kosníngatölur varðandi Brexit Referendumið. En til eru þær kenningar að mildari niðurstöðu hafi verið birtar, vegna háværra exit krafna í Hollandi og Frakklandi. Kenning? Varla eftir kosníngarnar okkar síðastliðið haust.

Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2022 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Dansatriðið er ekki sviðsett, en upptakan hefur lengi verið til. Birting hennar er spuni, því mörg ríki Nató hafa vaknað upp við þann vonda draum á síðustu þrem mánuðum að burðarþol Nató er hrunið - mannaflinn sprautaður og logistics í molum eftir "climate" þruglið. Tékkland, Frakkland, Bretland, Þýskaland og fljótlega fleiri Nató ríki eru að taka skref afturábak frá Covid niðurrifi Evrópu, af ótta við átök við Rússa. Ef Nató og Rússar fara í átök á næstu átta mánuðum, hrynur Vestur Evrópa til grunna.

Það má hins vegar ekki segja fólki þetta, af augljósum sálrænum ástæðum.

Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2022 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 577
  • Sl. sólarhring: 1384
  • Sl. viku: 5719
  • Frá upphafi: 2470103

Annað

  • Innlit í dag: 539
  • Innlit sl. viku: 5247
  • Gestir í dag: 533
  • IP-tölur í dag: 517

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband