Leita í fréttum mbl.is

Til vansa fyrir Bandaríkin

Joe Biden tók viđ völdum sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári. Valdatími hans hefur veriđ svo skelfilegur, ađ hann hefur orđiđ sér til vansa bćđi heima og erlendis. 

Heilsteypta stefnu í utanríkismálum skortir. Sneypuleg endalok  í Afganistan og vanhćfni forsetans ţar hafa leitt til ţess, ađ andstćđingar Bandaríkjanna telja sig geta fariđ sínu fram. Rússar hóta innrás í Úkraínu og Kínverjar ađ innlima Taiwan. Prelátarnir í Íran telja sig geta fariđ sínu fram.

Stefna Biden inn á viđ, hefur ekki síđur veriđ slćm. Áhersla hefur veriđ lögđ á gegndarlausa eyđslu hins opinbera, sem hefur leitt til mestu verđbólgu í 40 ár eđa 7%. Stefna vitifirrta vinstrisins í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum m.a. ađ draga úr framlögum til lögreglu og andstöđu viđ störf hennar,hefur leitt til glćpaöldu. Í San Francisco og Los Angeles sem Demókratar hafa stjórnađ í langa hríđ eru rán og gripdeildir orđin svo algeng, ađ ţau ţykja ekki lengur fréttnćm.

Stefna Demókrata undir forustu Biden hefur leitt til efnahagslegs óstöđugleika, hnignunar borga,glćpaöldu og vaxandi innanlandsátaka. Í einu orđi sagt ţá hefur stjórn Biden veriđ skelfileg.

Vinsćldir forsetans hafa hrapađ og innan viđ ţriđjungur kjósenda telur hann hafa stađiđ sig sćmilega eđa vel í embćtti. Ţrátt fyrir ađ óstjórnin og glundrođin sem afleiđing af stefnu og stefnuleysi Biden og stjórnar hans, ţá ţegja helstu fjölmiđlar eins og ţeir geta um ţađ. En vandamálin hverfa ekki međ ţví og dćmi eru um, ađ fjölmiđlum sem hafa stutt Demókrataflokkin er nóg bođiđ. 

Spurning er hvort ađ ein vinstri sinnađasta fréttastofa lýđrćđisríkja, fréttastofa RÚV tekur viđ sér og áttar sig á hvílílka skelfingu vinstri stefna Biden og bullukollustefna borgarstjóra Demókrata í Bandaríkjunum eru ađ leiđa yfir ţjóđina.

Hvađ sem ţví líđur eđa eins og Biden segir, ţegar hann tapar ţrćđinum "Anyway", ţá eru kosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Međ sama áframhaldi munu Demókratar tapa meirihluta sínum bćđi í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Spurningin er bara hvađ mikiđ tjón Biden og fylgifiskar hans geta unniđ á međan og hve miklu áliti og afli Bandaríkin tapa ţangađ til. 

En kjósendur sitja alltaf uppi međ vanhćfa stjórnendur, sem ţeir kunna ađ hafa glćpst á ađ kjósa. Ţessvegna skiptir máli ađ kjósa og kjósa rétt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fyrst ađ ţú minnist á Afganistan ţá er hér frétt um Talibana sem fréttist af á leiđ til Noregs til ađ hitta fylgismenn sína (norska ríkisborgara) ţar


Her er Taliban pĺ vei til Norge – VG

Einkaţota, dýrustu klćđi, símar og úr sjást á myndinni
byssurnar eru sennilega í farangursrýminu

Grímur Kjartansson, 22.1.2022 kl. 16:32

2 identicon

Sćll Jón; og ţakka ţjer samskipti liđinna ára: hjer á vef !

Tökum eftir Jón; hversu Bandaríkjamönnum er tamt, ađ gleyma niđurlćgjandi hrakförum sínum í Víetnam 1975; sem og brotthvarfi ţeirra sneypulegu frá Afghanistan í fyrrasumar.

Hefđu ţeir ekki betur; fylgt leiđsögn Monroe´s heitins Forseta síns, um takmörkuđ afskipti af málefnum annarra ríkja / vestan hafs, sem og austan:: yfirleitt ?

Joe karlinn Biden (Jói Bćtir) keppist nú viđ, ađ sannfćra landsmenn ţar heimafyrir um beina og óbeina ţátttöku í Úkraínu ţráteflinu, undir dyggum lúđrablćstri Pentagon liđsins, ađ ógleymdum stríđsţorsta Jens nokkurrs Stoltenberg hins Norska, í NATÓ framvarđar línunni.

Spurning; hversu mál ţróazt ţar eystra á nćstunni, en fagna má engu ađ síđur aukinni samheldni Bandaríkjamanna, međ ţeim : Indverjum - Áströlum - Japönum o.fl. gagnvart frekju og yfirgangi Peking stjórnarinnar, gagnvart Taíwan og hinni ágćtu ţjóđernissinna stjórn, ţar.

Vildu Bandaríkjamenn; setja sig niđur á Sandgerđis (Keflavíkur) flugvelli á ný, eftir laumulegan brottfluttning ţađan 2006, ćttu Íslendingar ađ bjóđa Rússneska Sambandslýđveldinu ađstöđu norđur á Langanesi, ţó:: ekki vćri nema upp á jafnvćgiđ hjer á Norđurslóđum, Jón.

Mbkv.; sem oftar - af Suđurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 22.1.2022 kl. 19:00

3 identicon

Í dag var Friedrich Merz kjörinn formađur CDU í Ţýskalandi međ 95% atkvćđa. Ţetta var ţriđja tilraun hans til ađ komast í ţetta embćtti. Viđ fyrstu tilraun var ţađ Annegret Kramp-Karrenbauer sem var kosin formađur, ágćtis kona, en fann fljótlega ađ hún myndi ekki hafa vald á verkefninu, sagđi hún ţvi af sér. Ţví nćst var Armin Laschet kjörinn og varđ sér til skammar, olli ţađ hruni flokksins viđ síđustu kosningar.

Friedrich Merz var áberandi í stjórnmálum fyrir allmörgum árum en dró sig til baka, líklega vegna ágreinings viđ Merkel. Fór hann ţá ađ gefa sig ađ fjármálum. Hann hefur haft mikil viđskipti viđ Bandaríkin og er ţar öllum hnútum kunnugur. Ţađ vakti mikla athygli, áriđ 2020, ţegar sonur hans kom fram og varađi viđ ţví ađ fađir sinn snéri aftur í stjórnmálin, taldi hann vera í of nánum tengslum viđ Black Rock, einn stćrsta vogunarsjóđ í heimi.

Friedrich Merz er mun hćgrisinnađi heldur en Merkel. Hann er mjög ákveđinn og öruggur í framkomu. Ef Merz hefđi orđiđ kanslari Ţýskalands ţá má öruggt telja ađ hann hefđi haft afgerandi áhrif á ţróun mála í Evrópu og víđar.

Hörđur Ţormar (IP-tala skráđ) 22.1.2022 kl. 23:48

4 identicon

. . . . ekki minnist jeg ţess; ađ viđ hjer á Vesturlöndum / sem og Suđurlandabúar og ađrir, hefđum nokkurn tímann fengiđ fullnćgjandi skýringu á, ađ NATÓ skyldi ekki verđa lagt niđur, ţegar Varsjárbandalag ţáverandi Sovjetríkja og leppríkja ţeirra lognađizt útaf, áriđ 1991.

Ţađ hentađi einfaldlega ekki; stríđsjálkunum í Pentagon og suđur í Brussel, ađ svo yrđi.

Sjáum svo; afrek NATÓ víđsvegar um heiminn, síđan.

Hún er; vćgast sagt afkáraleg, linnulaus fjandsemi allt of margra hjer á Vesturlöndum í garđ Rússa:: ţrátt fyrir, löngu liđiđ tímaskeiđ Sovjetríkjanna, sem loksins varđ ţó, áriđ 1991.

Vill gleymazt mörgum; ţá Moskvuhertogi tók upp merki og forn tákn Austur- Rómverska ríkisins, eftir fall Konstantínópel, 29. Maí 1453 - Rússum seinni tíma, má aldrei kenna um ţá slysni, ađ ţeir Lenín og Stalín kćmust til valda ţar eystra, eftir ósigur Hvíta Hersins, áriđ 1922 svo fram komi, ekki síđur.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 23.1.2022 kl. 14:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 762
  • Sl. sólarhring: 970
  • Sl. viku: 5560
  • Frá upphafi: 2423606

Annađ

  • Innlit í dag: 705
  • Innlit sl. viku: 5077
  • Gestir í dag: 668
  • IP-tölur í dag: 647

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband