Leita í fréttum mbl.is

Síberíuloftslag

Blaðamaðurinn Michael Deacon rifjaði það upp í gær, að enska blaðið the Observer hefði birt frétt í febrúar árið 2004 um innihald leyniskýrslu frá Pentagon í Bandaríkjunum, sem blaðið taldi meiriháttar afrek að hafa komist yfir. 

Skv. frétt blaðsins í febrúar 2004 þá mundu loftslagsbreytingar leiða til þess, að það mundi kólna í Evrópu og á Bretlandi mundi verða Síberíuloftslag árið 2020. Í gær var kalt í Bretlandi miðað við árstíma og lægsti hiti sjö stiga frost. En í Síberíu var frostið 52 gráður.

Þá sagði líka í frétt blaðsins, að það mundi kólna í Evrópu og leiða til skorts á vatni og orku. Þá yrðu meiriháttar þurkar, hungursneið og óeirðir í álfunni.  Skelfilegir ofsavindar mundu gera hluta Hollands óbyggilegt og borgin Haag yrði yfirgefin og tóm árið 2007. Árið 2020 var staðreyndin samt sú að íbúum í Hag hafði fjölgað um 100 þúsund manns. 

Spálíkanið sem Observer birti árið 2004 finnst okkur algjörlega galið í dag. Allar spár um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar hafa verið álíka galnar allt frá þeim tíma. Samt dansar pólitíska elítan og fréttaelíta heimsins í kringum þetta bull og hamast við að gera börn og unglinga dauðhrædd við ógn sem er ekki fyrir hendi. 

Draugasögur nútímans eru verri en drauga- Grýlu- og tröllasögurnar í gamla daga. Þá sussaði fólk á börnin og sagði þeim að þetta væri ekki rétt. Nú hamast æðstu menn þjóða eins og forsætisráðherra Íslands við að sannfæra fólk um að nútíma Grýlusögurnar séu heilagur sannleikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sorglegar staðreyndir sem þú bendir hérna á Jón. Forsætisráðherra gengur vasklega fram fyrir hönd Davos-elítunnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.1.2022 kl. 14:12

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Góð umfjöllun, en hver stjórnar þessu? Væri ekki rétt að hjálpa þeim sem stjórna þessu og reyndar okkur öllum við að leysa úr öllum vandamálum.

Það hefur sýnt sig að allt er hægt að gera.

Veröldin er andleg, sögðu Nikola Tesla og Jesú, og margir fleiri. 

Veröldin er orku knippi, heilmynd sem við getum gert í dag, og svo heilmynd með snerti skini, það er efnisveröldin. 

Gangi þér allt í haginn 

Egilsstaðir, 23.01.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.1.2022 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband