Leita í fréttum mbl.is

Nú er mál að linni

Fjármálaráðherra, fyrrum dómsmálaráðherra Sigríður Andersen og Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður segja, sóttvarnarráðstafanir vegna Kóvíd ólögmætar. Þórólfur sóttvarnarlæknir er ósammála en tekur fram, að hann sé ólöglærður ólíkt hinum þremur.

Fyrrum yfirmaður Kóvíd göngudeildar Landspíalans Ragnar Freyr Ingvarsson læknir segir einkenni Ómíkron hafi jafnan verið væg þá  tvo mánuði sem tekist hafi verið á við það og spyr hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur. Ekki furða að spurt sé þar sem Ómíkrónið virðist skárra en vond inflúensa. Séu það rétt sem læknirinn segir þá er ljóst, að forsendur frelsisskerðinga sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra standast ekki. Um er að ræða ólögmætar frelsisskerðingar. 

Heilbrigðisráðherra tekur ákvarðanir um sóttvarnir og ber stjórnskipulega ábyrgð á þeim. Sé um ólögmæta beitingu sóttvarnarlaga að ræða, þá er  um alvarlega valdníðslu ráðherrans að ræða, sem hann ber einn ábyrgð á en ekki Þórólfur Guðnason eða Katrín Jakobsdóttir. Vill heilbrigðisráðherra sitja uppi með þennan Svarta Pétur?

Ólögmætar frelsisskerðingar viljum við engar hafa Willum Þór.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ráðherra hefur í reynd afsalað valdi sínu til ókjörins embættismanns sem þykist geta túlkað lög og stjórnarskrá að geðþótta.

Willum er bara ráðherra að nafninu til og hefur ekki bein í nefinu til að taka sjálfstæða ákvarðanir.

Hvers annars er að vænta af framsóknarmönnum. Þeir hafa alltaf siglt milli skers og báru og forðast ábyrgð?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2022 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 567
  • Sl. sólarhring: 1378
  • Sl. viku: 5709
  • Frá upphafi: 2470093

Annað

  • Innlit í dag: 530
  • Innlit sl. viku: 5238
  • Gestir í dag: 524
  • IP-tölur í dag: 509

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband