Leita í fréttum mbl.is

Elsku fæðingargjafinn minn

Fyrir nokkru birtist frábær grein,sem nefndist "Dóttir mín legberinn". Legberi hvað er átt við? . Í ljós kom, að þetta er svonefnt kynhlutlaust orð, sem ber að nota í hánískri tegund íslenskunnar.

Þeir sem aðhyllast hánísku þ.e. kynhlutlaus orð, sem eru tilkomin vegna vilja örfárra til að rugla öllu sem varðar kyn og náttúruleg kynjahlutverk eins og fæðingu og það að fara á túr,þrýsta á að þau séu ekki móðguð eða þeim ógnað með að nota kynhlaðna íslensku.

Allt fram að þessu hefur þótt eðlilegt að segja að konur fæði börn og fari á túr, en það á ekki við í dag. Lögreglan þarf að gæta öryggis vinsælasta barna- og unglingabókahöfundar heimsins J.K.Rowlings fyrir að segja að konur fari á túr. 

Í bresku stórblaði kom fram, að amast er við að "móðir" sé notað í stað þess ber að nota "fæðingargjafi"  Það verður fróðlegt að sjá hvernig mun ganga í framtíðinni að kenna börnum að segja fæðingjargjafi í stað mamma. Elsku mamma mín verður þá elsku fæðingjargjafinn minn.

Hvað svo með kynhlutlaus orð fyrir karlmenn. Sennilega mundi "göndulberi" ekki ganga sem kynhlutlaust. En orðasmiðir hánískunar eiga væntanlega ekki í vanda með að finna annað. E.t.v. gæti pungberi gengið og rímað við legbera sem kynhlutlaust á hánísku því ekki er við hæfi að nota orðið karlmaður yfir þá sem eru svo óheppnir að fæðast í slíkum líkama með allar syndir heimsins á bakinu sérstaklega ef þeir eru hvítir og kristnir. Það mætti e.t.v. laga með hánísku nýyrði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón.

Er ekki þörf á að fá íslenska málfræðinga til að breyta móðurmálinu? því tungumál okkar er fullt af karlkyns- og kvenkyns orðum. Þarf þá ekki að breyta málfari okkar á þann veg að allt falli undir hvorugkyns orð í staðin? laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.2.2022 kl. 12:29

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hef lengi haldið því fram að ég sé svört lesbía. Sem Marxisminn viðurkennir ekki, því ég má sjálfkenna mig sem samkynhneigð kona en ekki sem svertingi.

Guðjón E. Hreinberg, 2.2.2022 kl. 14:33

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er fyrir löngu búið að finna ókynbundið orð yfir karlmenn Jón, -sæðisgjafi er í fullri notkun hjá medíunni, og ef vilji er til matsa þetta við legbera þá væri frjóberi kannski lausnin fyrir hán fólkið.

Magnús Sigurðsson, 2.2.2022 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 728
  • Sl. sólarhring: 1073
  • Sl. viku: 4274
  • Frá upphafi: 2448004

Annað

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 3992
  • Gestir í dag: 651
  • IP-tölur í dag: 633

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband