Leita í fréttum mbl.is

Akureyri vill fleiri flóttamenn.

Í frétt RÚV í kvöld sagði, að Akureyri vildi fá fleiri flóttamenn til sín og um leið endurskoðun og hækkun á greiðslum ríkisins til bæjarins fyrir viðvikið. Ekki kom fram hvaða samþykkt eða ályktun bæjarins var verið að vísa til.

Talskona Akureyrarbæjar í fréttinni sagði að skv. rannsóknum erlendis, færðu flóttamenn meira í þjóðarbúið en sem svaraði kostnaðinum við þá. Sé svo, þá þarf Akureyrarbær engan stuðning skattgreiðenda vegna móttöku flóttafólks, því það er þá fjárfesting til framtíðar. 

Talskonan gerði enga grein fyrir hvaða kannanir hún er að vísa til og þessi fullyrðing rímar illa við þær himinháu fjárhæðir, sem nágrannalönd okkar þurfa árlega að leggja til þessara mála og raunar við líka. Douglas Murray rekur þessi atriði í bók sinni "Dauði Evrópu" Þar blasir heldur betur við önnur mynd. 

Af hverju er ekki gerð töluleg úttekt á þessum atriðum hér, svo að talað verði út frá staðreyndum. Hræddur er ég um, að þá komi upp önnur hlið á peningnum en talskonan heldur fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talskonan hafði heldur ekki orð á að grunnskólar á Akureyri hafa ekki efni á eða mannafla til að sinna útlenskum nemendum sem skyldi. Heldur ekki flóttamannabörnum. Þau eru oftar en ekki fylgdarlaus frá fyrsta skóladegi og á herðum umsjónarkennara sem fær heldur litla ef nokkra aðstoð með útlendingana. Umsjónarkennarar eru hlaðnir störfum. Stundum gleymist þessi þáttur og margir kennarar á Akureyri vona innilega að fá ekki fleiri útlensk börn í bekkinn eða skólann, af fyrrgreindum ástæðum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2022 kl. 20:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,nei það þarf ekkert að skíra hvaða samþykkt eða ályktun bæjarins er verið að vísa til.Aðalástæða er einatt gróði sem er vísat í hausnum á þeim sem dettur þetta í hug. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2022 kl. 00:50

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Skyldi þessi umræða hafa verið tekin við íbúa Akureyrar.?

Ansi hræddur um að þessi talskona hefði ekki marga fylgjendur.

Sama myndi verða á landsvísu.

En venjan í þessum málaflokki er sú að okkur kemur þetta

ekkert við. 

En við meigum borga og þá skiptir engvu máli hvað það kostar.

Hvenær skyldi einhver/jir á alþingi fara að standa upp

gegn þessari stjórnlausu vinstri vitleysu..??

Við getum ekki sinnt okkar eldri borgurum og öryrkjum

sómasamlega en alltaf hægt að gera eitthvað fyrir

hælisleitendur og ólöglega flótta menn.

Rétttrúnaðar pólitíkin virðist allsráðandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.2.2022 kl. 11:43

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á sínum tíma þegar sviar fluttu inn flóttafólk þá jók það hagvöxt í landinu.
Í dag eru aðstæður bara allt aðrar og þó finna megi einstaka dæmi um að innflytjendur spjari sig vel þá eru til 10 sinnum fleiri sögur um þá sem aldrei fóta sig í "nýja" landinu

Grímur Kjartansson, 3.2.2022 kl. 14:34

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki ráð að reisa Moskvu á Akureyri í staðinn fyrir í Reykjavík og stefna múslimum þangað!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.2.2022 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1082
  • Sl. sólarhring: 1575
  • Sl. viku: 6224
  • Frá upphafi: 2470608

Annað

  • Innlit í dag: 1010
  • Innlit sl. viku: 5718
  • Gestir í dag: 979
  • IP-tölur í dag: 952

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband