Leita í fréttum mbl.is

Skuggi á þingsetningu.

Þingsetningin var hátíðleg eins og venjulega. Forseti Alþingis var kjörinn með nánast öllum greiddum atkvæðum. Borin var fram tillaga af hálfu stjórnarflokkana að ekki yrði kosið í nokkrar fastanefndir Alþingis en sú tillaga sætti mótmælum stjórnarandstæðinga.  Spurning var hvaða máli þetta skipti. Skipti það nokkru máli þó kosið yrði í nefndirnar og gerðar breytingar þegar sú stjórnkerfisbreyting sem ríkisstjórnin hefur boðað var orðin að veruleika. Slíkt hefði verið réttur framgangsmáti. Það að nýta meirihlutann til að knýja fram vilja sinn við þingsetningu í máli eins og þessu gefur ekki góð fyrirheit um raunverulegan vilja stjórnarflokkana til að virða eðlilegar lýðræðishefðir.

Þetta atvik setti óneitanlega skugga á annars hátíðlega athöfn þar sem orð höfðu fallið af hálfu forseta lýðveldisins og nýkjörins forseta Alþingis um mikilvægi lýðræðis og rétt minnihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kann að vera að þetta sé skv. reglum og þröngum lagaskýringum. Við gerðum einmitt svipaðar stjórnsýslubreytingar á Akureyri og létum okkur hafa það að endurraða. Auðvitað var ákveðið óhagræði af þessu en..við spurðum minnihlutann.   Ég sé ekki að slíkt hafi verið gert á fundum forseta og þingflokksformanna. En auðvitað áttu að berja í brestina.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 472
  • Sl. sólarhring: 1147
  • Sl. viku: 3903
  • Frá upphafi: 2458173

Annað

  • Innlit í dag: 421
  • Innlit sl. viku: 3612
  • Gestir í dag: 418
  • IP-tölur í dag: 411

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband