Leita í fréttum mbl.is

Til hvers

Af hverju eru Bandaríkjamenn að falast eftir því að Pólverjar afhendi þeim allar MIG-29 herþotur sínar til að senda þær síðan áfram til Úkraínu í stríðið þar? 

Er það líklegt til  að ófriðnum þar ljúki fyrr? Er það líklegt til að eyðileggingin og mannfallið verði minna? Er það líklegt að það leiði til þess að Úkraínumenn vinni sigur gegn Rússum? Hefur yfirleitt einhver látið sér detta í hug að Úkraínumenn sigri í þessu stríði gegn Rússum?

Fordæming á aðgerðum Rússa er eitt, en að gera réttu hlutina í framhaldinu er annað.  Stríð er alltaf dauðans alvara í orðsins fyllstu merkingu. Það er ekkert til sem heitir indælt stríð, þó að Biden og Boris láti stundum eins og svo sé. 

Leiðtogar Vesturlanda ættu að einhenda sér í að ná fram friði í Úkraínu og hafa það sem algert forgangsverkefni í stað þess að stigmagna ófriðinn. 

Áframhaldandi ófriður hvað þá stigmagnaður þýðir meira mannfall og hörmungar. Vestræna stjórnmálaelítan virðist enn ekki hafa áttað sig á því. 

 

 


mbl.is Reiðubúnir að lána MiG-29-orrustuþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1232
  • Sl. sólarhring: 1236
  • Sl. viku: 5533
  • Frá upphafi: 2421866

Annað

  • Innlit í dag: 1115
  • Innlit sl. viku: 5059
  • Gestir í dag: 1007
  • IP-tölur í dag: 942

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband