Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðadagur kvenna

Í gær var alþjóðadagur kvenna og ástæða til að óska konum til hamingju með daginn og ýmsa góða áfanga í réttindabaráttunni. 

Sumir telja þó að nú gangi ekki eins vel og meðal þeirra er baráttukonan Suzanne Moore dálkahöfundur o.fl. Hún skrifaði grein í DT í gær undir heitinu "International Womens day. We have gone backwards not forwards." Suzanne telur  að nú miði  baráttu kvenna aftur á bak en ekki nokkuð á leið. 

Í því sambandi vísar hún til ruglandans í kynjaumræðunni og nýju kynjaskilgreiningartrúarbragðanna. Hún bendir á að þau trúarbrögð afneiti í raun reynsluheimi kvenna og amist við hefðbundnum kynjaskilgreiningum um konur og karla. 

Í greininni segir hún:"Það eru konur sem fara á túr, fæða börn, gefa brjóst og upplifa tíðahvörf. Þetta er ekki hugarburður heldur hlutir sem gerast í raunverulegum kvenlíkama."

Þessi orð í einfaldleika sínum sýna fáránleika umræðunnar um kynrænt sjálfræði og afneitun náttúrulegra staðreynda sem vestræna stjórnmálastéttin er haldin. Í því sambandi er vert að minna á, að Alþingi samþykkti bull sem heitir "lög um kynrænt sjálfræði" samhljóða fyrir nokkrum árum. 

Þegar Alþingi Íslands afneitaði staðreyndum lífsins með samþykkt ofangreinds lagafrumvarps, þá var líka verið að leggja stein í götu hefðbundinnar kvennabaráttu og sérkennilegt að helstu sporgönguaðilar þessa rugls Vinstri græn skuli vera svona umhugað að vinna gegn þeim sannleika sem blasa við.

Enn furðulegra er að VG skyldi takast að leiða alla þingmenn landsins með sér inn í þennan fáránleika afneitunar líffræðilegra staðreynda. 

Það er Alþingi til ævarandi skammar að hafa samþykkt lög um kynrænt sjálfræði og til viðvarandi skammar að afnema þau ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo sammála thér Jón.

Thetta rugl á Althingi er gjorsamlega óskiljanlegt.

Hvernig theim tókst ad rugla thingheim i thetta bull

verdur efni í góda sagnfraedibók og ollum theim sem hana

munu lesa, munu halda tví fram ad thetta sé lýgi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.3.2022 kl. 16:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Rétt hjá þér alveg ótrúlegt. Þetta var alla vega ekki dæmi um vandaða lagasetningu frá Alþingi. 

Jón Magnússon, 9.3.2022 kl. 16:43

3 identicon

Sæll Jón,

Við erum í því núna að styðja neo-nasista kvennahersveitir  í Úkraínu með bæði vopnum og fjármagni, svo og erum við hérna  Íslendingar farnir að sjá um herflutninga þangað líka. 
KV. 



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 1100
  • Sl. viku: 4326
  • Frá upphafi: 2458869

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3978
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband