Leita í fréttum mbl.is

Ofurlaunin

Í gærkvöldi var frásögn af ofurlaunum nokkurra forstjóra ríkisfyrirtækja, fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera með einum og öðrum hætti og örfárra annara. Það er ljóst að ríkið leiðir ofurlaunaþróun í landinu. Svo hefur verið frá síðasta úrskurði Kjararáðs, en þar var ákveðið að embættismannaaðallinn skyldi fá ofurlaun miðað við aðra landsmenn. 

Finnst einhverjum skrýtið að lægra settir opinberir starfsmenn eða almennir launþegar á hinum frjálsa markaði reki í rogastans þegar þeim er sagt að hækki 700 þúsund króna mánaðarlaunin þeirra, þá setji það hagkerfið á hliðina, en 6 milljón króna laun ríkisforstjórans og hækkun þeirra um eina milljón skipti engu máli. 

Á sama tíma segist fjármálaráðherra í viðtali við Viðskiptablaðið að hann þurfi að fá lán til að borga launin þar sem ríkissjóður hefur ekki verið sjálfbær frá árinu 2018. 

Sérkennileg vegferð í þjóðfélagi.

Þeim þjóðfélögum vegnar best, þar sem launamunur er lítill. Það eru gömul sannindi og ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það vildi svo til að ég stakk uppí mig franskar frá því í hádeginu (útbúnar úr rammíslensku Gullauga og Helgu) og þá las ég lokaorð þín.  Og þá stóð í mér, ég hummræksti mig.

Það er eins og ég hafi lært einhverja vitleysu um stjórnmálasögu Íslands, að kaflinn þar sem þú varst sagður for-frjálshyggjumaður (með Styrmi og fleirum góðum) á undan krökkunum sem kenndu sig við Eimreiðina.

Að mínum dómi viss einföldun, skrif þín eru meir að ætt klassískra íhaldsmennsku, og þá gegn forræði og skrifræði ríkisvaldsins, án þess að ég hafi merkt að þú hafir viljað brjóta það niður í þágu ofurríka, til að gera þá ríkari og valdameiri, á kostnað samfélags og þjóðar.

En Jón svo las ég þessi orð þín, það er þau sem stóðu í mér, og ég hváði, og ákvað að vekja athygli á sannindum þeirra.

"Þeim þjóðfélögum vegnar best, þar sem launamunur er lítill. Það eru gömul sannindi og ný.".

Eins og mælt úr minni okkar Hriflunga, já ég held að  Ragnar Ögmundsson, reyndar annar klassískur íhaldsmaður, hefði líka getað orðað þessa hugsun og sannindi í mörgum af sínum góðum greinum og pistlum.

Svo les maður fávitaumræðu fólksins sem kennir sig við félagshyggju.

Og ég bara spyr, hvenær fóru hlutirnir svona úrskeiðis hjá mínum fyrrum samherjum??

Takk samt Jón.

Þegar þú vilt vera góður, þá ertu virkilega góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2022 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... svona er það þegar Kommúnistar sigra Kapítalismann.

Guðjón E. Hreinberg, 17.3.2022 kl. 00:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef alltaf varað við ofurlaunahugmyndafræðinni og bent á mismunin á milli Engilsaxnesku hugmyndafræðinnnar og Rínarmódelsins svokallaða, sem átti lengi vel við í Þýskalandi og á Norðurlöndum. En smám saman þrengdi engilsaxnesku ofurlaunahugmyndafræðin sér upp á okkur og aðra. 

Við getum alveg skoðað hvaða afleiðingar það hefur haft síðustu tæpu 30 árin. Fyrirtæki hafa verið brytjuð niður og vélar og þekking flutt til Kína og fleiri landa, en fólkið skilið eftir atvinnulaust oft á tíðum. Þeir sem brytjuðu fyrirtækin niður græddu hins vegar offjár. 

Hlutabréfavæðingin og happadrættis-lottóhugsunarhátturinn hefur líka tekið yfir umfram framleiðslu- og framleiðnihugmyndafræðina og það hefur verið flutt út og þessvegna er Evrópa og Bandaríkin að tapa forustusæti sínu og hugmyndir í okkar heimshluta hverfast um einhverja vitleysu eins og kynrænt sjálfræði, kynskiptinga og meinta loftslagshlýnun.

Það er alveg rétt hjá þér það þarf meira af klassískri íhaldsmennsku sem byggir á mannúðlegu markaðshagkerfi en ekki veðmangskapítalismann sem engilsaxar innleiddu illu heilli. Kapítalistar eins og Rockefeller, Henry Ford og Tomas Alva Edison vöruðu alltaf við því og höfðu mestu skömm á verðbréfahugmyndafræðinni. 

Jón Magnússon, 17.3.2022 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 367
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 4414
  • Frá upphafi: 2427258

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 4094
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband