Leita í fréttum mbl.is

Loksins fundu Píratar stefnu í Borgarmálum

Oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fundið baráttuvettvang fyrir flokk sinn í komandi kosningum og krefst þess nú að vistvæn græn fjölskyldustefna verði tekin upp í skipulagsmálum í Reykjavík með því að umferðarskilti verði fjarlægt.

Lengi hafa Píratar verið í vanda með að átta sig á stefnu sinni og þjóðmála áherslumálum öðrum en þeim að vera á móti. En nú hafa Píratar fundið verðugan pólitískan tilverugrundvöll,í líki umferðarskiltis á hjólastíg í Borgartúninu. 

Oddviti Pírata heimtar að þessi staur verði fjarlægður eigi síðar en strax, þar sem hann ógni öryggi í umferð hjólandi og gangandi fólks. Ekki skiptir máli öryggi í umferð bifreiða og er það allt í samræmið við sjónarmið meirihlutans.

Afhverju áttaði oddviti Pírata sig ekki fyrr á þessu ógnarmikilvægi umferðarmerkisins.  Samt hefur hún verið formaður skipulags- og samgöngunefndar Reykjavíkur um langa hríð. 

Þá finnur oddviti Pírata að því, að ekki skuli vaxa grænn gróður upp úr stéttum og malbiki í Reykjavík. Nefnir hún Hafnartorg sem dæmi og vandræðast yfir því að ekki skuli vera grænn gróður þar nema í sérstökum kerjum.

Vonandi fer formaðurinn ekki líka að vandræðast yfir því að ekki skuli heldur vaxa gróður upp úr steinsteyptum gólfum heimila í borginni en miðað við ummæli borgarfulltrúans getur þess verið vænta að hún telji það miklu skipta að hanna gólf húsa með þeim hætti.

Það er mikils um vert, að oddviti Pírata skuli hafa fundið verðugt baráttumál og telji að vandamál staura séu þau að þeir séu bara fyrir en þjóni litlum tilgangi að öðru leyti.


mbl.is Hjólar í staur og segir Hafnartorg klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Því skyldi maður ætla að hún hefði einhver flott verkefni til að stæra sig af frá  Þróunar- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar en kostnaður við það svið er nú áætlaður 12.568 milljónir króna samkvæmt fundargerð

Grímur Kjartansson, 25.4.2022 kl. 09:28

2 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Staðsettning staursins er náttúrulega arfavittlaus og stórhættuleg fyrir hjólafólk. Tel ekki vera þörf á honum svona rétt áður en komið er að gatnamótunum. Menn hægja hvort eð er á sér áður en þeir koma að gatnamótunum.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 26.4.2022 kl. 07:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður1

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2022 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 785
  • Sl. sólarhring: 786
  • Sl. viku: 5243
  • Frá upphafi: 2467455

Annað

  • Innlit í dag: 727
  • Innlit sl. viku: 4867
  • Gestir í dag: 703
  • IP-tölur í dag: 683

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband