Leita í fréttum mbl.is

Svefngenglar

Fyrir nokkrum árum las ég frábæra bók sem heitir "Sleepwalkers" eða svefngenglar og fjallar um sofandahátt stjórnmálamanna Evrópu, sem leiddi til fyrri heimstyrjaldar. Síðari heimstyrjöld snérist í raun ekki um neitt, en sumar þjóðir sáu sér leik á borði til landvinninga. Í aðdraganda stríðsins reyndu Frakkar að fiska í gruggugu vatni og gera vonda hluti enn verri og Bretar léku ekki bara tveim skjöldum heldur miklu fleiri og bera að mínu mati mesta ábyrgð á því hvernig fór. 

Sagan af fyrirhyggjuleysi og heimsku stjórnmálamanna í Evrópu í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar, sem leiddi til þess að milljónum ungra manna var fórnað í skotgröfum eða við að murka lífið hvor úr öðrum í algjöru tilgansleysi. Þessi saga ætti að vera stjórnmálamönnum allra tíma lærdómur þannig að þeir gættu þess að ná fram friði í stað þess að magna ófrið. 

Stríð hefur geisað milli Úkraínumanna og Rússa í rúman mánuð. Taka má undir fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu, en sú er staðan og Vesturlönd verða að kappkosta að koma á friði í stað þess að gera þessa styrjöld að okkar styrjöld, en það mundi leiða til enn meiri hörmunga en þurfa að vera. 

Hingað til hafa vestrænir stjórnmálamenn sent gríðarlegt magn vopna og fjármuna til Úkraínu og þar eru ekki eingöngu varnarvopn. Þá hafa þeir reynt að niðurlægja Rússa og útiloka þá með öllum hætti. Það er fjarri því að vera skynsamlegt hafi menn vilja til að koma á friði. Því miður virðast ýmsir vestrænir stjórnmálamenn m.a.Bandaríkjaforseti ekki hafa áhuga á því heldur frekar að niðurlægja og lítillækka Rússa á allan hátt og valda þeim sem mestu tjóni. Biden er dæmigerður "Sleepwalker". Sama virðist vera með utanríkisráðherra Breta.

Utanríkisráðherra Breta, Lis Truss hefur gengið skrefinu lengra en Biden og lýst því yfir í vikunni í ræðu að stríðið í Úkraínu sé okkar stríð en hún sagði: 

The war in Ukraine is our war – it is everyone’s war... because Ukraine’s victory is a strategic imperative for all of us. -- "We will keep going further and faster to push Russia out of the whole of Ukraine."

(Stríðið í Úkraínu er okkar stríð- það er stríð allra af því að sigur Úkraínu er hernaðarlega bráðnauðsynlegt. Við munum ganga harðar fram til að ýta Rússlandi út úr allri Úkraínu)

Er utanríkisráðherra Breta að lýsa stefnu Vesturlanda með þessum orðum? Hvað skyldi NATO-mála ráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir segja um þessi orð breska utanríkisráðherrans. Er Úkraínustríðið okkar stríð? Viljum við standa að því að ýta Rússum út úr allri Úkraínu. 

Hafa verður í huga að Vesturlönd hafa aldrei viðurkennt yfirtöku Rússa á Krímskaganum. Yfirlýsing utanríkisráðherra Breta felur þá í sér að það sé markmiðið með aðgerðum Vesturlanda að Úkraínumenn fái aftur full yfirráð yfir Krím. 

Þessi ummæli utanríkisráðherra Breta sem talar fyrir ríkisstjórn Breta eru í raun ekkert annað, en yfirlýsing um að Bretland og þá sennilega Vesturlönd séu í raun komin óbeint í stríð við Rússland. Viljum við það. Er það okkar hagur. Til hvers getur það leitt? Þú sigrar ekki kjarnorkuveldi nema með gríðarlegum fórnum þessvegna dauða hundraða milljóna manna. Það er stutt í að óbeint stríð hernarðarvelda verði beint stríð eins og sannaðist bæði í fyrri og síðari heimstyrjöld.

Það er því forgangsatriði að koma þeim svefngenglum frá sem nú ráða ferðinni á Vesturlöndum og mæla fyrir stigmögnun á ófriðinum. Vesturlönd verða að einhenda sér í að koma á vopnahléi strax og friðarsamning í kjölfarið.

Annað er algjört óráð og glópska. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fyrri heimsstyrjöldin var rökrétt framhald af sameiningu Þýsku ríkjanna um 1870, og Bismarck spáði fyrir um það, hann nefndi einnig að hann myndi geta komið í veg fyrir hana.

Sú síðari var síðari hluti sama stríðs, sú fyrri og sú síðari, er í raun ein. Að sú síðari hafi ekki snúist um neitt, það er stór misskilningur, því hún snérist um hvort heiminum skyldi stjórnað af Frumspekilegri Díalektík, eða Efnishyggju Díalektík.

Það stríð er nú að hefjast aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 4.5.2022 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 344
  • Sl. sólarhring: 561
  • Sl. viku: 4165
  • Frá upphafi: 2427965

Annað

  • Innlit í dag: 316
  • Innlit sl. viku: 3852
  • Gestir í dag: 301
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband