Leita í fréttum mbl.is

Frelsisborgararnir taka sinn tíma

Hélt að fyrirliðinn þyrfti allaf að vera inni á vellinum og ötulastur allra. Þannig var það í minni heimasveit í gamla daga.

En nýju fólki fylgja nýir siðir. 

Vonandi kemst Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur  að því áður en kosningabaráttunni lýkur  að helsta erindi hans er að berjast gegn sitjandi borgarstjóra  og  spillingu meirihlutans. Af nógu er að taka en ég sé það því miður ekki í málflutningi frambjóðenda Flokksins. Væri þá ekki ráð að taka til hendinni ekki síðar en þegar í stað.  


mbl.is Ekki mætt á borgarstjórnarfundi í tvo og hálfan mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er Sjálfstæðiflokkurinn með böggum hildar

með Hildi í forystusæti

Grímur Kjartansson, 3.5.2022 kl. 20:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er á borgarstjórnarfundunum sem leiðtogar minnihlutans hafa tækifæri til að láta til sín heyra. Þessi hefur kosið að láta það tækifæri framhjá sér fara. Ekkert heyrst til hennar í langan tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2022 kl. 22:47

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjarnan Grímur. En það kemur í ljós eftir kosningar hvort hann hefði átt að vera það.

Jón Magnússon, 4.5.2022 kl. 13:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þorsteinn það  hef ég einmitt talið. Þar fyrir utan fær fólk greitt fyrir setu í borgarstjórn þó það skrópi. 

Jón Magnússon, 4.5.2022 kl. 13:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Félagar, ekki gott að ólík sjónarmið eru sammála, ekki að ég meti þær gæðastundir sem við Þorsteinn tjáum okkur án þess að deila.

Tæpitungulaust, það er eitthvað mjög mikið rotið hjá framboði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.  Ekki að mér ætti ekki að vera alveg sama, prinsip að kjósa aldrei fyrirfram flokk valda og auðs.

En guð minn góður!!, sjáið þið ekki hvernig flokkur ykkar hefur verið fíflaður??, eitt var að Viðreisn lagði fjármagn sitt og ítök meðal fjársterkra atvinnurekanda, annað var að gegn afli Viðreisnar skyldi íhaldsfólk, Sjálfstæðifólk, fara klofið gegn þessum þjófnaði á prófkjöri flokksins.

Hafi einhver efast, jafnvel blindur, heyrnarlaus, daufdumbur, og líklegast ekki allt of vel gefinn, þá mátti sá fulltrúa Viðreisnar gera sig að meira fífli en hann er, við að ota meintum Frelsispylsum að hrekklausu fólki í Laugardalnum.

Það er ekki eins og þið fattið ekki að svona últra vonlaus kosningabarátta segir ekkert um meint gáfnafar viðkomandi frambjóðenda, hann er aðeins að vinna vinnuna sína, eins og svo oft áður, keyptur Trójuhestur í röðum Sjálfstæðisfólks.

Til að draga athyglina frá hinum stóra Trójuhesti, sem í dag þið sitjið upp með, sem og hinn smærri.

Mikið má Sjálfstæðisfólk í borginni að vera aumt, ef það kýs lista sem fjármagn Viðreisnar og Evrópusinna keypti niðurstöðu prófkjörs flokksins.

Nema, það er ekki það aumt.

Ómar Geirsson, 4.5.2022 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 721
  • Sl. viku: 4525
  • Frá upphafi: 2467476

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4208
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband