Leita í fréttum mbl.is

Að gera allt fyrir alla á annarra kostnað

Leiðtogaumræðurnar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi voru fjarri því að vera rismiklar og frambjóðendur kepptust við að lofa því að gera allt fyrir alla á annarra kostnað. Það gekk jafnvel svo langt að jafnvel oddviti Flokks fólksins, sem annars stóð sig einna best í umræðunum, fetaði í spor oddvita sósíalista í að lofa að gera góða hluti fyrir hóp sem er ekki til.

Það minnti á orð Úkraínumannsins og fyrrum aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins, Nikita Krúsjeff, sem sagði eftir heimsókn til Bandaríkjanna: "Stjórnmálamenn eru allsstaðar eins, þeir lofa að byggja brú þó engin sé áin."

Oddviti Ábyrgrar framtíðar var sá eini sem minnti á hugmyndafræði Erlings Skjálgssonar, að koma öllum til nokkurs þroska og hjálpa fólki til sjálfshjálpar og á hann þakkir skildar fyrir það.

Að öðru leyti virtust frambjóðendurnir ekki hafa áhyggjur af því að láta framtíðina um að borga fyrir eyðslu Borgarinnar í núinu og því síður vafðist það fyrir þeim, að þeir sem njóta þjónustu Borgarinnar ættu að borga fyrir hana. Það var þó helst oddviti Sjálfstæðisflokksins sem andæfði í því efni.

Ég hef jafnan litið á kjördag, sem ákveðin hátíðisdag og klætt mig uppá þegar ég fer að kjósa. Mér finnst það sjálfsögð virðing við þau mikilvægu lýðréttindi sem kosningarétturinn er. Að þessu sinni var það með öðrum hætti þegar kosið var utan kjörfundar í veðráttu þar sem annar og mun léttari klæðaburður hentar. 

Nú fer í hönd kjördagur. Miklu skiptir að fólk nýti sér sín lýðræðislegu réttindi og kjósi þann flokk sem það telur að sé líklegur til að stjórna Borginni best og byggja upp góða framtíð fyrir unga fólkið og komandi kynslóðir í Borginni. 

Því miður skiluðu leiðtogaumræðurnar í gær fáum vegvísum hvað það varðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er margsagt að stríðið í Úkraínu valdi hækkun nauðsynjavara hjá allri heimsbyggðinni
en er það svo?
Að stórum hluta þá eru það efnahagsþvinganir elítunnar sem veldur hækkuð verði á mat og nauðsynjavöru
Var almenningur spurður hvort þau væru tilbúin til að borga hærra verð. Það verða allavega afföll hjá þeim sem reiða sig á matargjafir í Afríku - því skammturinn minnkar

Grímur Kjartansson, 14.5.2022 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband