Leita í fréttum mbl.is

Hefði

Það er gaman að láta hugann reika og velta fyrir sér hvað hefði getað gerst í stað þess sem gerðist.

Vegna Kóvíd beittu stjórnvöld víða innilokunum, ferðabanni, lokunum landamæra o.s.frv. Hvað hefði gerst ef sömu stjórntæki hefðu verið tiltæk þegar alnæmi kom upp á sínum tíma. Þá var engum landamærum lokað og engin almenn sóttkví,innilokun eða samkomubann. Samt hafa um 37 milljónir manna dáið úr alnæmi frá því að sá sjúkdómur fór að herja á mannkynið. 

Talið er að um 6.3 milljónir  hafi dáið úr Kóvíd til.22.maí 2022, þó að smittíðnin sé margfalt meiri hvað Kóvíd varðar en alnæmi. Miðað við þann samanburð má segja að viðbrögðin við Kóvíd hafi verið gjörsamlega úr samhengi við það sem stjórnvöld hafa áður gert varðandi smitsjúkdóma. Af hverju var það svo? Getur verið að það sé vegna þess, að stjórnvöld búa nú yfir tækni sem gerir víðtæk afskipti af borgurunum mun einfaldari en áður var. Hvers er þá að vænta í framtíðinni?

Sýnt hefur verið fram á, að aðgerðir stjórnvalda höfðu takmörkuð áhrif til að hefta útbreiðslu Kóvíd, samt sem áður er ferðatakmörkunum til sumra ríkja viðhaldið, jafnvel grímuskyldu við ákveðnar aðstæður og ferðatakmarkanir sérstaklega ef fólk er óbólusett. 

Hvaða þýðingu hefur bólusetningin? Það er óljóst hvað þessi tilraunabóluefni hafa mikil áhrif. Það sem þó liggur fyrir er að fólk smitast þó það hafi verið bólusett og það smitar og það veikist ekkert síður en aðrir. Hvaða máli skiptir þá að fólk hafi verið bólusett eða ekki. 

Það sannast aftur og aftur að það er auðvelt að koma á höftum og svipta fólk frelsi og mannréttindum, en stjórnvöld eru ekki eins reiðubúin til að aflétta óskapnaðinum jafnvel þó að tilefnið sé löngu liðið hjá. 

Lýðræðissinnar verða því stöðugt að halda vöku sinni og bregðast ókvæða við þegar haftastefna ríkishyggjufólksins knýr dyra. 

Það versta í því sambandi er að horfa upp á þá sem eiga að vera gæslufólk almannahagsmuna, lýðræðis og mannréttinda bregðast á ögurstundu og samsama sig með stjórnlyndisöflunum án takmarks eða tilgangs. 

Í gær sá ég mann á reiðhjóli fjarri alfaraleið með grímu fyrir vitum sér. Margir kílómetrar voru í næstu mannveru. En gríman var samt fyrir vitunum, sem sýnir að þegar ótti almennings hefur verið vakin þá verður honum ekki eytt á svipstundu. Stjórnmálamenn ættu að athuga það þegar þeir setja frá sér glórulausar fullyrðingar um endalok jarðlífs vegna aðgerða okkar mannfólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6264
  • Frá upphafi: 2471622

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 5715
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband