Leita í fréttum mbl.is

Hörundsdökki guðfræðingurinn

Calvin Robinson er hörundsdökkur guðfræðingur í Bretlandi. Yfirstjórn bresku Biskupakirkjunnar er ósátt við skoðanir hans og þess vegna fær hann ekki embætti. Calvin er sagður mjög hæfileikaríkur og svari til þess besta sem þekkist að öllu leyti nema einu.  Hann er ekki með réttar skoðanir að mati þeirra sem ráða.

Calvin hafnar því að hann sé kúgaður og segir að um leið og hann segi að hann sé ekki kúgaður þá sé eins og hann tapi húðlitnum sínum og öllu því tilheyrandi vegna rangra skoðana.

Calvin er andvígur bull-rugl hugmyndafræðinn (woke)og mótmælir því að Bretland sé land þar sem rasismi sé allsráðandi. Hann mótmælir því að um sé að ræða stofnanalegur rasismi innan biskupakirkjunnar og bendir á að helstu yfirmenn kirkjunnar eins og Wellby erkibiskup eigi þá að segja af sér fyrst hann haldi þessum kenningum á lofti því að það þýði þá að hann sé sjálfur hluti  af vandanum, vanhæfur ófær um að leysa hann. 

Calvin bendir á að þetta bull-rugl sé ekki bara bundið við kirkjuna heldur hafi það sýkt allar stofnanir í landinu, sem sé stjórnað af vinstra liðinu, sem vilji gera sem minnst úr eigin menningu og arfleifð. Athugið að guðspjallið skv. bull-rugl stefnunni ætlast til þess að fólk sem er ljóst á hörund segi mér höfundsdökkum manni hvað rasismi sé og krossfesti mig þegar ég er ekki sammála því segir Calvin. 

Sjálfshirtingarstefna vinstri manna nær greinilega inn í kirkjuna á Bretlandi ekkert síður en hér. Verst er hvað hún er fasísk í eðli sínu og hafnar eðlilegum skoðanaskiptum og gerir kröfu til þess, að þeir sem hafa aðrar skoðanir en viðteknar vinstri bull-rugl skoðanir fái ekki embætti eða verði reknir úr þeim hafi þeir fengið þau. 

Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn og andæfa af fullum þunga gegn vinstra ruglinu. Calvin hefur heldur betur gert það og stendur við skoðanir sínar þó það valdi honum tímabundnum vandræðum.

Far þú og gjör slíkt hið sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar athyglisvert

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.5.2022 kl. 17:06

2 Smámynd: Haukur Árnason

Góður Jón. Takk.

Haukur Árnason, 31.5.2022 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband