Leita í fréttum mbl.is

Aftur til fortíðar

Ánægjulegt að sjá að einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Þórarinsson skuli skrifa grein til stuðnings  dómsmálaráðherra í málefnum ólöglegra hælisleitenda. Margir spurðu hvar eru hinir 16?

Sjálfsskipaðar mannvitsbrekkur á vinstri vængnum láta sitt hinsvegar ekki eftir liggja og hafa farið fram af miklum ofstopa. Ríkisútvarpið hefur auk heldur farið hamförum til að koma í veg fyrir að farið verði að lögum. Ekki er nú hlutlægni og hlutleysi fyrir að fara á þeim  bænum nú sem fyrr.

Dapurlegt hversu langt þessi galna umræða hefur leitt sumt ágætis fólk á vinstra vængnum. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sem hefur margt vitlegt gert og sagt síðustu áratugi,virðist kominn aftur til öfga sinna fyrir hálfri öld síðan í þessu máli.

Í fésbókarfærslu sem Þröstur skrifar þ. 24. maí s.l. segir hann:

"Það er óþægilegt að vera Íslendingur og bera æabyrgð á brottvísun þrjú hundruð flóttamanna á einu bretti. Mannúðin er slík að engu er eirt,og þessi hvítþvegni rasismi er framkvæmdur í nafni reglugerðar eins og Wansee reglugerð var réttlæting á flutningi gyðinga í vinnu-eða útrýmingarbúðir."

Þröstur sakar í þessari færslu íslensk stjórnvöld um rasisma og líkir brottvísun ólöglegra hælisleitenda við útrýmingarherferð nasista á Gyðingum og vísar í leynifund sem æðstu menn SS hreyfingarinnar gengust fyrir á hóteli við Wansee í Þýskalandi. Brottflutningi ólöglegra hælisleitenda hér er líkt við handtöku og nauðungarflutninga Gyðinga í útrýmingarbúðir á síðustu öld. Þar var markmiðið að drepa sem flesta helst að útrýma Gyðingum í Evrópu.

Svona tala ekki skynsamir menn nema öfgarnar beri vitræna hugsun þeirra algjörlega ofurliði í einhverri sjálfsupphafningu meintrar góðmennsku. Mér þykir miður að Þröstur skuli aftur kominn í þann gírinn og vona að hann hrökkvi  úr honum fljótlega.

Staðreyndirnar eru þessar í málinu.

Þeir sem hingað komu og er gert að yfirgefa landið komu af frjálsum og fúsum vilja. Þeir byggðu umsókn sína um alþjóðlega vernd á röngum upplýsingum og lygum og fjallað var um mál þeirra skv.lögum réttarríkisins Íslands. Þeir völdu sér lögmann, sem skattgreiðendur greiddu fyrir ekki þeir. Þeir hafa  dvalið  hér á kostnað skattgreiðenda en hafa neitað að fara þrátt fyrir að þeir hafi ekki neinn rétt til að vera í landinu. Samt sem áður hefur ríkið greitt fyrir uppihald þeirra, læknisaðstoð o.fl. o.fl. Ástæða þess að ríkisvaldið þarf að hlutast til um brottflutningin er að þetta fólk,sem er af mismunandi kynþáttum og húðlit þannig að vart er rasisma fyrir að fara, neitar að fara þó það hafi engan rétt til að vera hér. Þessvegna verður ríkið að standa straum af og annast um brottflutning þess til þeirra staða þar sem þeir höfðu áður sótt um og fengið alþjóðlega vernd eða til síns heima ef það er talið öruggt. Margt af þessu er umfram skyldu Íslands skv. alþjóðlegum samningum. 

Allar þessar aðgerðir eru fyrir opnum tjöldum á grundvelli laga settum með lýðræðislegum hætti og reglugerðir allt í samræmi við  það sem veitir umsækjendum um vernd meiri rétt en tíðkast víðast hvar í löndum annarsstaðar í heiminum. Hvílíkt offors þá og ofstæki er það að líkja þessum réttmætu og sjálfsögðu aðgerðum við aðgerðir nasista í helförinni gegn Gyðingum og saka stjórnvöld og embættismenn um rasisma. 

Vandamál okkar er ekki brottflutningur fólks sem á engan rétt á að vera hér heldur það, að löggjöf okkar í málefnum útlendinga er svo galin að hingað koma jafnmargir miðað við fólksfjölda og til allra hinna Norðurlandanna. Þannig getur það ekki gengið og við verðum að vera með löggjöf og verklag sem er svipuð og t.d. í Danmörku.  Allt annað er glapræði  gegn velferð þjóðarinnar. 

Vona að fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins átti sig á hversu mikilvæg þessi umræða  er og hve alvarlega verður vegið að velferðarkerfi þjóðarinnar haldi þessi vitleysa áfram óbreytt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleymdu því ekki Jón, að með aðstoð

"heiðarlegra" lögfræðinga, þá var þessum

hælisleitendum (velferðarleitendum) fyrir rúmu ári síðan kennt

það trick að neita að fara í PCR próf þá væri ekki

hægt að senda það úr landi. Ofboðslega sniðugt.

Svo núna emja þeir sömu og komu að þessum ráðleggingum að

fólk sé búið að vera hér svo lengi og það eigi ekki að gjalda

fyrir covid fárið.

Þetta er fyrir löngu orðið að hælisleitenda iðnaði og þarf að

fara að stoppa strax.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2022 kl. 10:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Sigurður þeim eru kennd öll trikkin í bókinni ekki bara af lögfræðingum. Þeir koma með þessar upplýsingar frá smyglurnum og no border samtökum og lögfræðingar Rauða krossins leiða þá síðan áfram til að njóta sem lengst gistingar hjá íslenskum skattgreiðendum á fölskum forsendum. Ótrúlegt upphlaup síðan sérstaklega hjá þessu Ríkisútvarpi. 

Jón Magnússon, 1.6.2022 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 684
  • Sl. sólarhring: 929
  • Sl. viku: 6420
  • Frá upphafi: 2473090

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 5849
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband