Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga og viðbrögð Alþingis

Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands nálgast tveggja stafa tölu. Verðbólga á Íslandi magnast og það skiptir því miður litlu máli hvað Seðlabankinn spriklar þegar ríkisstjórnin er upptekin við að prenta peninga, sem innistæða er ekki fyrir.

Ríkisstjórnin mætti hinsvegar hafa í huga, að þegar þú borgar fólki fyrir að gera ekki neitt og prentar peninga í því skyni þá færðu verðbólgu það er óhjákvæmilegt bara spurning hvenær. 

Verðbólga dregur úr kaupmætti launa og leiðir til gengisfellingar íslensku krónunnar. Verðtryggð lán hækka og vextir óverðtryggðra lána hækka líka og hjá því verður ekki komist í slíku ástandi.

Þetta er eitt alvarlegasta vandamálið sem blasir við þjóðinni. Þessvegna hefði verið brýn nauðsyn að þingmenn þjóðarinnar ræddu þennan mikla aðsteðjandi vanda lausnamiðað í stað upphrópana. 

Því miður er stjórnarandstaðan upptekin við að reyna að auka fátækt í landinu og valda auknum erfiðleikum í velferðarkerfinu með því að opna landamærin upp á gátt. Kemur á óvart að Viðreisn en einkum Flokkur fólksins skuli taka þátt í þessum leik, sem er ætlaður til að öll vinna í sambandi við vandaða málsmeðferð varðandi hælisleitendur verði gerð að engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 689
  • Sl. sólarhring: 933
  • Sl. viku: 6425
  • Frá upphafi: 2473095

Annað

  • Innlit í dag: 626
  • Innlit sl. viku: 5854
  • Gestir í dag: 601
  • IP-tölur í dag: 588

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband