Leita í fréttum mbl.is

Kúgunartæki feðraveldisins?????

Margir hafa velt fyrir sér vanda íslenska skólakerfisins og slakur árangur íslenskra nemenda í fjölþjóðlegum samanburði. Nú hefur skólameistari Menntaskólans á Akureyri(MA) komið auga á vandamálið, en í lokaræðu sinni sem skólameistari MA sagði hann það vera lokapróf skólans, sem hafi ekkert með nám eða menntun að gera heldur sé það "kúgunartæki feðraveldis embættismanna." 

Er lokaprófið ekki mæling á þekkingu og menntun sem nemendur hafa öðlast í MA? Hefur það nokkurn annan tilgang? Er það ekki bara mælitæki? Hvað hefur feðraveldi embættismanna með það að gera?

Frá 2003 eða í tæp 20 ár hefur skólameistarinn stýrt þessu meinta kúgunartæki feðraveldisins. Við starfslok virðist hann hafa fengið pópúlíska woke vitrun um að mælitækið sé vandamálið, en ekki kennslan.

Með sama hætti mætti halda því fram að hitamælar séu kúgunartæki feðraveldis læknastéttarinnar og mistök lækna sé ekki þeim að kenna heldur hitamælinum.


mbl.is Gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hve mikið lím þurfa menn eiginlega að sniffa til að verða woke?

Ásgrímur Hartmannsson, 17.6.2022 kl. 23:52

2 identicon

Að bera lokapróf saman við hitanæli þykir mér vægast sagt fyndið. Hver manneskja er margt og meira en einföld tala.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 18.6.2022 kl. 17:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það átti líka að vera fyndið Trausti. 

Jón Magnússon, 19.6.2022 kl. 12:02

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

"Margir hafa velt fyrir sér vanda íslenska skólakerfisins og slakur árangur íslenskra nemenda í fjölþjóðlegum samanburði."

Greinileg er samkvæmt þessari yfirlýsingu hans að vandamálið er ekki hjá nemendum, heldur þeim sem stjórna. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.6.2022 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband