Leita í fréttum mbl.is

Ađför ađ tjáningafrelsinu.

Tímaritiđ Ísafold fćst ekki lengur í Nóatúni og öđrum verslunum sem heyra undir ţá keđju. Stjórnendur keđjunar bönnuđu sölu á blađinu í verslunum sínum. Ég vćnti ţess ađ stjórnendur keđjunnar átti sig á ađ međ ţessu eru ţeir ađ gera ađför ađ tjáningarfrelsinu.

Ţađ er eđlilegt ađ fólki finnist sitthvađ um ţađ sem fram kemur í einstökum prentmiđlum en ţađ ađ banna sölu tímarits er alvarlegt mál. Sérstaka ritskođun af ţessu tagi er ekki hćgt ađ líđa. Stjórnendur fyrirtćkja eins og ţess sem hér á í hlut bera ákveđna samfélagslega ábyrgđ. Ţá ábyrgđ eru stjórnendur fyrirtćkisins ekki ađ axla međ ţví ađ vega ađ tjáningarfrelsinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á fjáröflunarsamkomu HK í Kópavogi í síđustu viku var glatt á hjalla. Sérstaklega var ţekktur klámbúllueigandi í bćnum góđglađur. Ţegar líđa tók á samkomuna steig klámbúllueigandinn á stokk og bauđ öllum viđstöddum ađ koma í heimsókn á Goldfinger og ţiggja í glas. Bćjarstjóri Kópavogs, Gunnar Birgisson, gladdist ákaflega yfir ţessu bođi og hvatti gesti til ađ fjölmenna í teitiđ.

Óralangt limúsín mćtti síđan á stađinn til ađ ferja styrktarmenn HK á Goldfinger. Fyrstur um borđ var bćjarstjórinn og Ármann á Alţingi kom í humátt á eftir.

Klámbúllueigandinn Geiri furđađi sig mjög á ţví ađ ekki virtust allir gestir jafnáfjáđir og bćjarstjórinn í ađ ţiggja bođ hans. Lagđi hann hart ađ mönnum ađ stíga um borđ í límúsíniđ. Ţeir sem móđust viđ og vildu ekki ţýđast klámbúllueigandann fengu síđan ákúrur - ekki frá höfđingjanum sjálfum, heldur tveimur lífvörđum hans, sem voru svo stćltir og óárennilegir ađ ţeir hefđu sem best getađ veriđ úr lögregluliđi Kópavogs (á frívakt ađ sjálfsögđu).

Allt var ţetta bćjarfélaginu til mikils sóma og ţá sérstaklega HK, bćjarstjóranum, Ármanni á Alţingi, lífvörđum Geira - og síđast en ekki síst Geira á Goldfinger en hingađ til hefur hann ásamt Guđmundi í Byrginu veriđ helsti ástmögur íslenskra fréttamanna og fjölmiđla.Ţetta átti sér stađ í Des 2006

 Takk fyrir skemmtunina.

Bövar Jónsson (IP-tala skráđ) 2.6.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Talar Jón Magnússon sem fyrirliđi Baugsarms Frjálslyndaflokksins?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.6.2007 kl. 09:21

3 identicon

Mér sýnist nú, lögmađur góđur, ađ ţú ţekkir hvorki haus né sporđ á veruleikanum nema ţú hafir endaskipti á honum vísvitandi. Tjáđu ţessir blađeigendur sig ekki eđa hvađ, og gáfu út sitt blađ og selja og hefur einhver meinađ ţeim ađ gera ţađ framvegis? Hver er ţá ađförin ađ tjáningarfrelsinu hér?

Er ţađ kannski partur af tjáningarfrelsinu, ađ ţínu mati, lögmađur kćr, ađ svipta verslunareigendur ţví frelsi ađ fá ađ ráđa ţví hvađa vöru ţeir versla međ? Hverslags siđferđismat er ţađ eiginleg? En vel á minnst, siđferđi og lögmennska eiga reyndar ekki endilega samleiđ, stundum alls ekki og liggja leiđir heldur sundur ef eitthvađ er, ađ ţví er mér virđist.

Margoft koma upp mál ţjóđfélagi okkar ţar sem ađför er gerđ ađ ćru manna, einstaklinga, á vafasaman hátt í ritum sem ţessu og réttu máli gjarnan hallađ og tilgangurinn virđist fyrst og fremst sá ađ grćđa á “sannleikanum” peninga eđa koma höggi á einhverja, vegna óvildar í garđ viđkomandi eđa annarra hagsmuna, sem oftast eru ţá viđskiptalegs eđlis. Allt er ţetta jafn ógeđfellt og óverjandi og segir ţađ ađ verja slíkt opinberlega, mér meira um ţann sem ţađ gerir en ţann sem fyrir ţví verđur. Í mínum huga á einstaklingurinn, ţegn okkar ţjóđfélags, bćđi ţeir sem nýlega kausu ţig inn á ţing til ađ ţjóna sér og til varnar hagsmunum sínum, og hinir ađ njóta vafans ekki einstakir útgefendur, ađrir lögađilar eđa viđskiptablokkir hversu stórar og sterkar, sem ţćr eru eđa hagsmunirnir ţeirra miklir.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráđ) 2.6.2007 kl. 09:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 305
  • Sl. sólarhring: 671
  • Sl. viku: 4126
  • Frá upphafi: 2427926

Annađ

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3817
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband