Leita í fréttum mbl.is

Falsfréttir

Vegna hitabylgju í suðurhluta Evrópu, sem nær því miður ekki til okkar var því slegið föstu að nú væri um alveg einstaka atburði að ræða og hitamet væru slegin hvert á öðru. Veðurfræðingur gærdagsins var greinilega óviðbúinn tekinn til að vitna um að þetta sýndi ótvírætt hlýnun af mannavöldum. Hann varðist vel, en sagði í lokin að marsmánuðu 2022 væri sá hlýjasti sem mælst hefur. Ekki urðum við sem vorum á Spáni í  mars vör við það og skv. Alþjóðaveðurfræðistofunni NOAA var fjarri því að hitamet hafi fallið á Spáni í mars s.l. 

Í frétt á Al Jaseera um daginn var sagt að mikill flóttamannastraumur frá Tigra héruðum Eþíópíu væri vegna loftslagsbreytinga og ófriðar í landinu. Þetta var rangt. Loftslagsbreytingar höfðu ekkert með þetta að gera heldur innrás Eþíópíuhers inn í Tigrahéruðin undir forustu friðarverðlaunahafa Nóbels, sem nú ræður ríkjum í landinu. 

Í Eþíópíu ríkti sár hungursneyð um og eftir 1970 vegna gríðarlegra hita og þurka . Þá var ástandið mjög alvarlegt og sár hungursneyð í landinu. Svarti húmorinn sagði þá. Hvort eru fleiri íbúar í suður eða norðurhluta Eþíópíu og svarið var. Það fer eftir vindátt.

Nú er ástandið allt annað og mun betra. Sumir segja vegna þess að koltvísýringsmagn hafi aukist í andrúmsloftinu sem bætir vaxtaskilyrði jarðargróða. 

Því er haldið fram að hitamet séu slegin hvert af öðru á Spáni í hitabylgjum sumarsins. Það er líka rangt. Mesti hiti sem mælst hefur var 51 gráða í Sevilla þ.30.7.1876 og 4.8.1881 mælingarnar eru að vísu ekki taldar algjörlega áreiðanlegar. 

Mesti hiti sem mælst hefur á Tenerife mældist þ.17.7.1978 47.5 gráður í Baranco de Masca. Önnur hitamet á Spáni þ.e. yfir 47 gráður eru frá 1864 (Badajoz) 1946 (Sevilla) 2012 (Mengibar) og 2017 (Montaro)

Hvort sem fólk hefur trú á manngerðri hlýnun eða ekki þá er lágmarkið að dreifa ekki falsfréttum eins og viðurkenndar ríkisreknar fréttastofur sem og ýmsar aðrar hamast við að gera á degi hverjum. Það eru þær sem eru uppspretta alvarlegustu falsfrétta í dag því miður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 413
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 4927
  • Frá upphafi: 2426797

Annað

  • Innlit í dag: 385
  • Innlit sl. viku: 4573
  • Gestir í dag: 377
  • IP-tölur í dag: 361

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband