Leita í fréttum mbl.is

Aðgöngumiðinn að NATO

Í nótt gerði NATO ríkið Tyrkland loftárás á annað ríki, Kúrda héruð í Írak og drápu 8 ferðamenn. Tyrknesku sprengjunum var að sjálfsögðu ætlað að drepa sem felsta Kúrda en hæfðu aðra.

Tyrkir hafa um árabil beitt Kúrda í Tyrklandi miklu harðræði og svipt fjölda þeirra mikilvægum mannréttindum og fangelsað fjölda þeirra. Þeir hafa ráðist á Kúrda bæði í Írak og Sýrlandi og studdu Íslamska ríkið með ýmsu móti til að þeir næðu að drepa sem flesta Kúrda,kristið fólk og Yasida. 

Tyrkland bandalagsríki okkar í NATO neitar hluta borgara sinna að njóta grundvallarmannréttindi og neitar að viðurkenna sök sína á þjóðarmorði á Armennum á síðustu öld og drepur Kúrda í nágrannaríkjum Tyrklands eftir hentugleikum. 

Fyrir skömmu sóttu Finnland og Svíþjóð um aðild að NATO. Því var tekið fagnandi af öllum þjóðum nema Tyrklandi og eins og alltaf í samskiptum hvort heldur við Evrópusambandið eða NATO setur Erdogan Tyrkjasoldán skilyrði.

Svíar mega ekki vera í NATO nema þau svipti Kúrda sem flúið hafa undan ofsóknum Tyrkja þeirri vernd sem Svíar hafa veitt þeim og framselji þá til Tyrklands. Svíar eiga að framselja 75 einstaklinga til Tyrklands og þeirra bíða ógnvænlegri örlög en allra þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi undanfarin ár.

Sagt var frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefði haft aðkomu að því að samningar náðust við þursaríkið Tyrkland um að Svíar og Finnar kæmust inn í NATO og 75 einstaklingar í neyð yrðu sviptir alþjóðlegri vernd í Svíþjóð. Það var heldur betur illa gert af þeim sem að þessum samningum stóðu eða komu nálægt þeim. 

Það er fordæmanlegt að NATO ríkin skuli heimila þursaríkin Tyrklandi að vera í NATO hvað þá að láta sem þau sjái ekki mannréttindabrot Tyrkja gagnvart eigin borgurum og árásarstríð þeirra gegn Kúrdum og til að bíta höfuðið af skömminni að samþykkja að aðgöngumiði Svía og Finna í NATO sé að þeir framselji fólk sem hefur hlotið alþjóðlega vernd í þessum löndum. Yfir það blessar síðan íslenski forsætisráðherrann. 

Forustumenn NATO ríkjanna mega skammast sín sem og ráðamenn í Svíþjóð að gangast undir þetta ómannúðlega ok Erdogan. Í hverskonar veruleika lifir er þetta fólk.

Á sama tíma brosir Erdogan breitt á leiðtogafundi með Pútín og erkiklerknum í Íran. Sá veruleiki fer sennilega líka framhjá leiðtogum annarra NATO ríkja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband