Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um bréfalúguna

Það er fyrst núna, sem það opinberast fyrir mér hvursu vanmáttugur einstaklingurinn er og ofurseldur ofbeldinu.

Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu í netúgáfu, þar sem að ég vil ekki eyða pappír og orkuforða þegar þess er ekki þörf. Morgunblaðið er ekki að þvinga sér upp á fólk eins og kynferðisafbrotamaður, en annað gildir um Fréttablaðið. 

Ég hef ítrekað freistað þess að vera laus við þá áþján að fá Fréttablaðið inn um bréfalúguna mína, en án árangurs. blaðberin sagði að honum væri skipað að troða blaðinu inn um allar bréfalúgur í sínu umdæmi með illu eða góðu.

Þegar ég hringdi í útgáfu blaðsins var mér bent á sérstaka miða, þar sem blaðið væri afþakkað. Ég vonaðist til að verða þá laus við áþjánina af þessu blaði, hvers útgefandi telur eðlilegt að eyða hundruðum milljóna árlega í að útbreiða fagnaðarerindið um Evrópusambandið, ásamt sagnfræðilegum fölsunum og woke skoðunum ritstjórans og fyrrum framkvæmdastýru Pírata.

En allt kom fyrir ekki. Nokkru eftir að miðarnir voru settir upp var aftur byrjað að troða Fréttablaðinu inn í póstlúguna mína og mér var þá ljóst að svo yrði áfram nema frumskógarlögmálið yrði virkjað og þessi ofbeldisaðili yrði hrakinn burtu með sambærulegu ofbeldi. 

Svo vanmáttugur er einstaklingurinn að hann ræður ekki yfir eigin bréfalúgu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband