Leita í fréttum mbl.is

Hvenær

Jörð skelfur á Reykjanesi. Hluti ofurfjölda sérfræðinganna á Veðurstofunni biðja fólk að vera á varðbergi vegna eldgoss. 

Sérfræðin er enn ekki fullkomnari en svo, að ekki er hægt að segja fyrir með vissu hvort, hvar eða hvenær næsti stóri jarðskjálftinn eða eldgosið verður.

Sérfræðin segir þó ítrekað, að það verði gos "fljótlega" á næstu mánuðum eða árum. 

Vonandi verður eldgos ekki á næstunni. Samt væri ekki úr vegi að setja fram góðar leiðbeiningar til almennings um viðbrögð. 

Eldgos er ekkert gamanmál. Þó mín kynslóð hafi verið svo heppin að vera að mestu laus við skaðleg eldgos nema í Vestmannaeyjum, þá er hætt við að á því geti orðið breyting því miður.

Er þá ekki best að taka skátana til fyrirmyndar og vera ávalllt viðbúinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt í þessu hristist gólfið undir fótum mér,svo við eigum líklega von á spýju frá Reykjanestánni, kannski flökrar henni við okkur;? Nei,nei,þetta eru kvöldórar sem myndast þegar Mogga-krossgátan er að bögga mig.  

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2022 kl. 23:53

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er hvimleitt, þegar hinn PR-káti drama jarðfræðiprófessor mætir á skjáinn til að tjá áhyggjur sínar af, að bæði syðri og nyrðri leiðin til Suðurnesja fari undir hraun.  Þá finnst mér vitlegra að hlýða á hinn yfirvegaða prófessor Tuma.  Hann virkar róandi í þessu skjálftafári, sem nú ríður yfir.  

Bjarni Jónsson, 2.8.2022 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 1046
  • Sl. viku: 3467
  • Frá upphafi: 2457737

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 3220
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband