Leita í fréttum mbl.is

Til hvers var barist?

Í fyrradag myrtu Bandaríkjamenn leiðtoga Al Kaída með því að gera drónaárás á heimili hans í Kabúl í Afganistan.

Þ.11.september 2001 fyrir rúmum 20 árum skipulögðu Al Kaída samtökin hryðjuverk í Bandaríkjunum undir forustu Osama bin Laden með því að ræna flugvélum og fljúga þeim á tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna í Washington DC. Osama bin Laden skipulagði þessar árásir frá Kabúl í skjóli Talibana.

Bandaríkjamenn réðust á  Afganistan vegna þessa og komu Talibönunum frá völdum.  Lengsta stríð sem Bandaríkjamenn hafa háð var síðan í Afganistan gríðarlegt fé rann til Afganistan frá Vesturlöndum í þessi 20 ár til að uppfræða fólkið og tryggja stöðu kvenna og treysta innviði í landinu. 

Talibandar tóku völdin þegar Bandaríkjamenn nenntu ekki að stríða lengur án takmarks eða tilgangs og  buðu leiðtoga Al Kaída að vera með bækistöðvar í Kabúl skjóli þeirra eins og Osama bin Laden naut fyrir 20 árum. 

Konurnar eru reknar aftur í búrkurnar,stúlknaskólum er lokað og harðræði öfgafyllstu túlkunar sharia laga hafa tekið gildi með opinberum aftökum m.a. með því að konur eru grýttar til bana. 

Bandaríkjamenn og önnur NATO ríki hljóta að velta fyrir sér til hvers var barist. Hver varð árangurinn af herförinni?

Sennilega verðru heifúðug borgarastyrjöld í Afganistan innan skamms, en það var aldrei markmiðið með afskiptum NATO og þúsunda milljarða fjárgjöfum Vesturlanda.

Íslenska ríkisstjórnin ákvað í tilefni dagsins og þess að Al Kaída hefur á ný hreiðrað um sig í Kabúl, að senda Talibana stjórninni fjárstuðning frá íslenskum skattgreiðendum án þess að spyrja þá um leyfi.

Var virkilega ekki hægt að ráðstafa því fé betur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Glórulaus og algerlega óskiljanleg ráðstöfun á almannafé, að senda svo mikið sem eina krónu í gírug gin þessara öfgamanna. Erfitt að átta sig á hvað hérlendir stjórnmálamenn eru eiginlega að hugsa.

Halldór Egill Guðnason, 4.8.2022 kl. 12:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef á tilfinningunni að þetta víg sé uppspuni einn. Engin staðfesting fæst á því hver ef einhver var drepinn auk þess sem eldri fréttir segja að þessi gæi sé dauður. Þessi ríflega sjötugi kall var sjúklingur og sagður hafa dáið úr andnauð eða asma fyrir tveim árum. Þetta var í öllum fréttum þá. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Hef reyndar sömu efasemdir um Bin Laden. Alltaf skal þetta henda þegar kosningar nálgast, sem er ansi hagstætt.

Lyktar af örvæntingu demokrata til að bæta orðstýr sinn hjá kjósendum. Serstaklega hægra megin. Það eru kosningar í nóvember og allt útlit fyrir að demokratar missi meirihluta í báðum deildum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.8.2022 kl. 13:07

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Halldór gjörsamlega óskiljanleg ráðstöfun. 

Jón Magnússon, 5.8.2022 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband