Leita í fréttum mbl.is

Ég heiti Njálgur Bucksson

Lífseigt furðufyrirbæri í íslenskri stjórnsýslu er Mannanafnanefnd, sem starfar skv. lögum um mannanöfn. Þar segir m.a. að heimil mannanöfn skuli geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér einhverskonar hefð. 

Í dag var greint frá því að mannanafnanefnd hefði m.a. samþykkt nöfnin Buck og Worms auk ýmissa annarra nafna, sem vandséð er að hafi einhver tengsl við íslenska nafnhefð eða taki íslenskri eignarfallsendingu nema við skýrum það svo rúmt, að nöfn eins og Barthomolew, Schweitzer og Buckminster geri það líka.

Hvaða vitræna glóra er fólgin í því að viðhalda þessu miðstýrða nafnakerfi á Íslandi í dag. Væri ekki rétt að láta af stjórnlyndinu og láta foreldrum það eftir að ákveða  nöfn barna sinna. Margt annað er mikilvægara til verndar íslenskunni og aðlögun erlendra ríkisborgara að íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 1994
  • Frá upphafi: 2455285

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1860
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband