Leita í fréttum mbl.is

Hvað höfðingjarnir hafast að

Guðni Th. Jóhannesson forseti íslenska lýðveldisins, sýndi af sér mikinn mannsbrag, sem er honum til mikils sóma, þegar hann neitaði að taka við ofurhækkun launa sér til handa, en aðrir í pólitíska aðli lýðveldisins hreyfðu ekku andmælum og sleiktu út um eins og kettir við rjómaskál. 

Á miðju sumri hækkuðu laun stjórnmálaaðalsins í samræmi við lögbundið launahækkanaálag sem þeim einum er gefið en stjórnmálaaðallinn lögbindur þessi sérkjör fyrir sig.

Að beiðni forsætisráðherra gerði Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Katrín segir í skýrslunni að kjarasamningar séu fastir í viðjum höfrungahlaups, setja þurfi ramma um launahækkanir og að takmarkað svigrúm sé til launahækkana.

Nú er sú stóra spurning hvort að stjórnmálamenn eru tilbúnir til að reyna að stöðva þetta höfrungahalup víxlhækkana launa með því að ganga á undan og taka sér fordæmi Forsetans til fyrirmyndar. 

Hvernig er hægt að ætlast til þess að mið- og láglaunafólk í landinu sætti sig við að vera skorið niður við trog á meðan pólitíska yfirstéttin mokar endalaust undir sig. 

Það má ekki gleymast að það sem höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Veit ekki hvort þetta sé stórmennsku bragur af honum, þegar hann hættir sem forseti Íslands, fer hann sjálfkrafa á eftirlaun það sem eftir er af lífi hans. Eftirlaunin eru ekki mikið lægri en forsetalaunin hans og ýmsar sponslur fylgja líka.

Í raun lifir hann yfirstéttalífi í dag. Hann hefur bryta og matselju, húsumsjónarmann, bílstjóra, lögreglumann á vakt (lífvörður) og ókeypis húsnæði og varla fer hann í Bónus að kaupa í matinn eða ríkið að kaupa bjór. Held að hann taki ekki upp veskið á meðan hann er í embættinu.

Hann sagðist ekki ætla að vera lengi í embætti, mesta lagi tvö kjörtímabil (langt eftirlaunatímabil fylgir á eftir því hann er ungur maður) og helst vildi hann sinna sagnfræðinni á meðan embættistíð sinni stæði. Gæti best trúað því að hann sé í kafi í sagnfræðigrúski, því lítið sést til hans.

Birgir Loftsson, 6.8.2022 kl. 18:00

2 identicon

Og samt fékk hann hækkunina og allar hækkanir síðan. Það er ekki erfitt að vera stórmenni og hafna launahækkun sem er ekki á hans valdi að hafna. Og á hverju ári hefur hann svo fengið sína lögbundnu launavísitölubundnu launahækkun. Á miðju þessu sumri hækkuðu laun stjórnmálaaðalsins og forseta í samræmi við lögbundna launahækkun sem þeim einum er gefin sem semja ekki um sín laun en hækka samkvæmt hækkunum sem aðrir landsmenn hafa fengið.

Og engar launahækkanir fá stjórnmálaaðallinn og forseinn næsta sumar ef enginn semur um hækkanir í haust. Því pólitíska yfirstéttin mokar aðeins undir sig eftir að aðrir hafa verið duglegir við moksturinn.

Hesturinn dregur vagninn, almennir kjarasamningar ráða hækkunum launa hjá þeim ríkisstarfsmönnum sem ekki njóta þess réttar að semja um sín laun.

Glúmm (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 2207
  • Frá upphafi: 2454555

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2041
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband