Leita í fréttum mbl.is

Sænskir sósíalistar sýna sitt rétta andlit

Vel til fundið hjá sósíalistum í Svíþjóð, að halda lokafund kosningabaráttunnar í Rinkeby hverfinu í Stokkhólmi. Þar hamaðist forsætisráðherran að Svíþjóðardemókrötum og kallaði þá öllum hefðbundnum illum nöfnum. Hún minntist hins vegar ekki á, að í Rinkeby hverfinu eru fjölmargir íbúar, í tengslum við Hamas, Hezbollah, Abu Nidal o.fl. hryðjuverkasamtök Íslamista og fannst allt í lagi að vera í samneyti með þeim.

Sósíaldemókratar eiga mikið fylgi í Rinkeby hverfinu þar sem um 90% íbúa eru innflytjendur eða afkomendur innflytjenda. Svo margir Sómalar búa í þessu hverfi, að það hefur stundum verið uppnefnt litla Mogadishu. Óeirðir eru tíðar í hverfinu, mikið um glæpi og eignaspjöll. Ráðist var ítrekað á lögreglustöðina og þegar byggja þurfti nýja,  neituðu verktakar að fara inn í hverfið nema að fá lögregluvernd. 

Í þessu umhverfi virðist sósíalistum í Svíþjóð líða best enda eiga þeir mest fylgi þar sem innflytjendur eru flestir. 

Það er dapurlegt að horfa upp á þessa miklu hnignun og þjóðfjandsamlegu stefnu sænskra sósíalista. Vonandi bregðast kjósendur við með að kjósa þá ekki, en greiða þess í stað Svíþjóðardemókrötunum og Moderata Samlingspartiet atkvæði sitt. 

Svíþjóðardemókratar hafa heldur betur unnið til þess, að Svíar veiti þeim öflugt brautargengi. Þeir hafa verið rödd skynseminnar í innflytjendamálum og mátt þola útilokun stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla, en hafa samt aukið fylgi sitt í hverjum kosningum og vonandi gengur það eftir í dag. 

Svíþjóð þarf að skipta um stefnu í innflytjendamálum og huga að hagsmunum sænskra borgara, eflingu sænskrar menningar og þjóðlegra gilda. Raunar er brýn nauðsyn að Ísland geri það líka ef þeir vilja komast hjá að lenda í sama öngþveiti og Svíar.

Undir stjórn sósíalista þar sem innflytjendastefnu þeirra hefur verið framfylgt og ekki má segja frá neinu sem þá varðar, hefur glæpatíðni aukist gríðarlega, fjöldi nauðgana er hlutfallslega mest í Svíþjóð í veröldinni, mörg hverfi eru lokuð innflytjendahverfi og skotárásir eru orðnar daglegt brauð í þessu áður fyrirmyndarríki. 

Vonandi sjá sænskir kjósendur að það þarf gjörbreytta stefnu í innflytjendamálum, stefnu þar sem hagsmunir sænskra borgara eru í öndvegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Því miður er hjarðheimskan slík að þeir ná að halda sér inni.

Er ekki sagt að hesturinn sæki þangað sem hann er kvaldastur..?

Sama virðist eiga við um fólk.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.9.2022 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 222
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4438
  • Frá upphafi: 2450136

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband