Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskipti í Svíþjóð

Þegar örfá atkvæði eru ótalin í sænsku kosningunum er hægri blokkin með meirihluta og tekst vonandi að koma á starfhæfri ríkisstjórn.

Stórtíðindi kosninganna er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir næststærsti flokkur Svíþjóðar með yfir 20% fylgi. Við sem eigum hugmyndafræðilega samleið í innflytjendamálum með Svíþjóðardemókrötum bæði fögnum þessari niðurstöðu og óskum þeim til hamingju með gott starf og árangur. 

Hingað til hafa aðrir hægri flokkar komið fram við Svíþjóðardemókratana eins og þeir séu óhreinir. Góðir til að styðja hina, en eigi samt engu að ráða. Þannig er ekki hægt að fara að í pólitík og þessi afstaða tryggir eingöngu sósíalistum áframhaldandi völd. 

Staðreyndin er sú, að einn af hverjum 5 Svíum telja Svíþjóðardemókratana hæfasta til að leiða landsstjórnina. Það þýðir því lítið fyrir talsmenn flokka með 5-6% fylgi að vandræðast með að þeir séu ekki nógu góðir. Kjósendur hafa alltaf síðasta orðið í lýðræðisþjóðfélagi.

 

Svíar þrufa að fá góða starfhæfa ríkisstjórn hægri manna til að taka á orkuvandamálunum, bregðast við glæpagengjunum og vandamálum sem innflytjendastefna Svíþjóðar hefur valdið. Það er brýnt að vitræn ríkisstjórn taki við í Svíþjóð eftir langvarandi óstjórn sósíalista þar sem allt hefur rekið á reiðanum og ástandið orðið verra og verra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það verður mjög fróðlegt að sjá hvar síðustu 5% atkvæðanna lenda
Utankjörstaðaatkvæði að mestu frá ellilífeyrisþegum sem kosið hafa að búa á Spáni eða Portúgal.
Flestir sennilega upplifað öryggi sænska heimilisins í uppvexti og vinnu en  "Nú er hún Snorrabúð stekkur"

Grímur Kjartansson, 13.9.2022 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband