Leita í fréttum mbl.is

Guðlast, málfrelsi og húmor

Refsing við guðlasti var afnumin,en þá tóku við aðrar hömlur á málfrelsið. Haturslögreglan sótti fólk til saka fyrir nýja tegund af guðlasti. Ekki má segja sannleikann um Íslam,transaðgerðir,kynrænt sjálfræði eða hamfarahlýnun. Jafnvel brandarar og húmor eru óleyfileg tjáning. 

Brandari er samt minnsta og einfaldasta tegund tjáningarfrelsisins

Í dýrðarríki Stalíns á valdatíma kommúnista í Sovétríkjunum voru 200.000 manns í fangabúðum fyrir að segja brandara. 

Góði dátinn Sveik var iðulega settur í fangelsi fyrir að segja brandara eða greina frá staðreyndum í léttum tón m.a. fyrir að segja að flugur á veitingastað hefðu skitið á mynd keisarans. 

Í Suður Afríku var maður sem sagði að PC inn sinn væri svo lengi að slökkva á sér að hann kallaði hann Mandela (eftir þáverandi forsætisráðherra). Hann var handtekinn PC inn var haldlagður og tekin lífssýni. 

Ritið Charlie Hebdo birti grínmyndir og grínsögur. Þessvegna myrtu Íslamistar ritstjórnina. Þá setti fyrirfólk upp merki um að standa með tjáningarfrelsinu. Samt sem áður hefur það farið á hinn veginn. Fólk er kært fyir að segja brandara eða útilokað frá tjáingu á Twitter eða Fésbók. 

Afleiðingin er sú að opinber umræða og viðmót í þjóðfélaginu verða kyrkingslegri og leiðinlegri. Fólk er undirlagt tepruskap hvort sem er í opinberri umræðu eða mannlegum samskiptum. 

Er ekki betra að sleppa tökum á tjáningarfrelsi fólks og amast ekki við húmor jafnvel þó hann geti á stundum verið í dekkra lagi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Smá leiðrétting:
Það var ekki Svejk sem fór í fangelsi fyrir það að segja sem var að flugurnar hefðu skitið á myndina af keisaranum.
Það var vertinn á Bikarnum, hann Palivec sem lenti í þessu !

Þórhallur Pálsson, 18.10.2022 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 527
  • Sl. sólarhring: 911
  • Sl. viku: 3808
  • Frá upphafi: 2448775

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 3557
  • Gestir í dag: 489
  • IP-tölur í dag: 471

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband