Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki má segja frá.

Í kvöld kl. 20 verður opinn fundur í Valhöll við Háaleitisbraut um útlendingamál. Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson verður frummælandi.

Fundarboðendur ætluðu að auglýsa fundinn á feisbók og sendu tillögu að auglýsingu um fundinn fyrir nokkru. Þeirri tillögu var hafnað þar sem auglýsingin væri of stór. Það var lagfært, en þá bregður svo við að feisbók hafnar að birta auglýsinguna vegna þess að verið sé að fjalla um viðkvæm málefni, sem geti valdið ólgu í þjóðfélginu. 

Feisbók tekur sér með þessu ritskoðunarvald, sem fer algjörlega í bága við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Verið er að aulýsa umræðufund, þar sem skipst verður á skoðunum um málefni útlendinga. 

Það er alvearlegt mál og ólíðandi að Zuckerberg og félagar á feisbók taki sér alræðisvald um það hvað má segja og hvað má ekki segja. Það má t.d. ekki tala um mál sem ágreiningur er um og getur valdið geðhrifum hjá einhverjum.

Hvað er til ráða. Eiga strákar í Ameríku að ráða því hvað má segja og ekki segja á Íslandi. Stjórnvöld í landinu eiga að bregðast við svona ritskoðun og fordæma hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Það er von að bleik sé brugðið, en eitt er víst að það bendir allt til að þeir sem eru umboðsmenn hér á landi séu þeir sem eru að hefta almennt málfrelsi og tjáningarfrelsi síðna hér heima.  Lítill fugl sagði mér að þeir væru hliðhollir Pírötum, veit ekki meir.   

Hótun um lokun síðu á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar hefur verið viðvarandi og tók út þegar Fb hótaði að loka síðunni vegna brandara sem sett hafði verið inn á síðuna, vegna aulýsingar frá Freyju.  Við komumst að því að þessum brandara hafði verið dreyft víðar það er á fleiri síður, en viðkomandi aðilar ekki fengið hótanir frá Fb.  

  Því bendir allt til þess að það sé fótur fyrir því sem að ofan greinir og eru aðrar stjórnmálahreyfingar greinilega komnar undir sama hatt hjá Pírötum, ef rétt reynist!

Guðmundur Karl Þorleifsson, 20.10.2022 kl. 13:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausnin er einföld: sniðganga facebook.

Ef allir sem hafa gerst "notendur" þar hefðu raunverulega lesið skilmálana sem þarf að samþykkja þá væru engir notendur þar, eða að minnsta kosti engir með réttu ráði.

Vissuð þið til dæmis að þegar þið gerðust söluvara ("notendur") facebook veittuð þið fyrirtækinu heimild til að safna um ykkur öllum upplýsingum sem hægt er að safna hvaðan sem er? Ekki bara á facebook heldur líka utan. Og ekki bara á netinu heldur líka utan þess, svo sem úr prentuðum heimildum og öðrum gögnum?

Vissuð þið að þegar þið takið mynd (t.d. af tásum á Tenerife) og setjið hana á facebook eignast fyrirtækið höfundarréttinn?

Hvernig mynduð þið bregðast við ef ég myndi banka upp á heima hjá ykkur og biðja ykkur að undirrita afsal fyrir myndaalbúminu og leyfisbréf til að persónunjósna um ykkur? Sennilega illa, en samt samþykktuð þið það sama þegar erlent stórfyrirtæki spurði.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2022 kl. 14:46

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Færið ykkur yfir á https://gab.com/.
Hefur eiginleika sem svipar til FB, nema ekki þetta ritskoðunarrugl. (nema þið séuð að pósta klámi, það er eina sem er bannað þar.)

Farið þangað, sem flestir.  Stofnið hópa, breiðið úr ykkur.

Sumir segja að https://mewe.com/ sé OK líka.

Best að vera bara á báðum, og pósta sitt á hvoru.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2022 kl. 20:00

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg magnað það sem Guðmundur segir og

bara ótrúlegt að þeir skulu komast upp með þetta.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.10.2022 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 521
  • Sl. sólarhring: 672
  • Sl. viku: 5025
  • Frá upphafi: 2467976

Annað

  • Innlit í dag: 475
  • Innlit sl. viku: 4665
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 454

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband