Leita í fréttum mbl.is

Hægri öfgar

Hvað er hægra öfgafólk og öfgaflokkar? Ýmsir fjölmiðlar m.a. RÚV eru iðnir við að hengja slíka merkimiða á fólk og flokka. 

Við nýliðnar kosningar á Ítalíu naut Giorgia Meloni þess heiðurs að vera m.a. kölluð hægri öfgamaður, fasisti. Fyrir hvað stendur þessi meinti hægri öfgamaður og fasisti?

Hún segir: "Þeir kalla okkur foreldri eitt og foreldri tvö, og kyn skv. LGBT skilgreiningu. Við eigum að vera borgarar X bara með kennitölu, en við látum ekki segja okkur það.

Ég er Giorgia. Ég er kona. Ég er móðir. Ég er ítölsk og ég er kristin."

Þetta tók vinstra músikfólk til við að föndra við og spila þessi orð Giorgia undir taktfastri músik. Það hafði þveröfug áhrif lagið með textanum. "Ég er kona, ég er móðir, ég er ítölsk ég er kristin".  Varð meiriháttar vinsælt og jók á vinsældir Meloni í leiðinni.

Svo fór að þessi meinta hægri öfgakona og fasisti, 45 ára blondína er á leiðinni að verða fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ítalíu.

Hún var kölluð "Hættulegasta kona Evrópu af þýska tímaritinu Stern. Sumir hafa orðað að tímaritið hefði frekar átt að vísa til Ursulu von der Leyen forseta Evrópusambandsins. Þegar hún svaraði spurningu um niðurstöðu ítölsku kosninganna og sagði, ég hef áður talað um Ungverjaland og Pólland. Við höfum tæki til að beita. Engin fjölmiðill vék að því að þarna talaði forseti Evrópusambandsins sem fulltrúi alræðishyggjunar á pari við fyrrum leiðtogar Sovétríkjanna. Samt kallar engin hana fasista þó það væri nær lagi. 

Hægri öfgakonan  Meloni eins og RÚV kallar hana hættulegasta kona Evrópu skv. tímaritinu Stern, er einstæð móðir, komin af fátæku fólki og náði kjöri sem fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Ítalíu í 14 ár. Hún talar fyrir kristnum gildum, gildi fjölskyldunnar sem grunneiningar í þjóðfélaginu og fyrir ítalskri menningu. Hún er á móti globalisma og hún vill hafa örugg landamæri og hafnar fjöldainnflutningi hælisleitenda. Hún talar um karla og konur en hafnar fjölkynjunar hugmyndum woke og trans kynjafræðinnar. 

Þetta er semsagt hægri öfgamennska og fasismi skv.fréttaelítunnar.  

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og enginn ræðir að Úrsúla drottning ESB hefur breytt kola og stál bandalagi í Sambandsríki án þess að spyrja nokkur nálits, eða þegar hún krefst þess að niðurstaða Nuremberg dómstólanna sé gerð úrelt því þessir dómar banna henni sinn æðsta draum; að skyldusprauta alla Evrópuborgara með genaglundri.

Fáir vita af átta deilda hermaskínunni Eurocorps eða þáttöku þeirra í Úkró, eða aðgerðum í Afríku.

Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2022 kl. 12:57

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef hún hefði verið í framboði hér á landi,

þá fengi hún mitt atkvæði.

Ekki spurning.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.10.2022 kl. 13:40

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þeir tímar sem við náðum að upplifa, eru kannski þannig að það sé nóg að virkja andstöðu, og fá fylgi, með því að benda á augljós sannindi, það er að sagan um Býfluguna og blómið hafi verið dæmisaga um hvernig æxlun okkar sé, og að til þess þurfi bæði kynin, hið karlæga, og hið kvenlæga.

Á hinum dimmum tímum sem við upplifum, hörmungar náttúrunnar, óskiljanlegt stríð við bæjardyr Evrópu, þá vona ég að meira sé í þessa konu spunnið.

Annað en svar við heimsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2022 kl. 17:11

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Jón.

Ég dáist að hugrekki þínu, að tala opinskátt um þessi mál sem flestir geta líklega verið þér sammála um, en fæstir þora að viðurkenna í þessu ofbeldis þöggunar, öfga vinstri feminiska þjóðfélagi sem við lifum, eða tórum í hér á landi.

Venju samkvæmt, þá eru öfgar á öllum sviðum verstar hér á Íslandi og ég endurtek aftur þá einlægu skoðun mína að því miður sé ekki hægt að segja um nokkurn einasta jákvæðan hlut hér Íslandi að hann sé framúrskarandi.

Að lokum hvet ég þig til að birta ótrauður allar athugasemdir án nokkurar ritskoðunar.

Jónatan Karlsson, 22.10.2022 kl. 09:48

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón og takk fyrir síðast.

Þetta sama á við um svokallaða hatursorðræðu. Hún hefur verið svo gengisfelld, af vinstri öflum, að þegar einhver sannarlega stundar slíka iðju, eru fá ráð til gegn viðkomandi. 

Hægri öfgamaður, fasisti og ýmis fleiri ljót nöfn hafa vinstri öflin valið þeim er eru ekki á sömu pólitísku línunni og það. Flest sem þeir segja sem ekki vilja vera á þeirri línu er sagt vera hatursorðræða. Versta viðurnefni þessa vinstra fólks er þó þjóðernishyggja og það viðurnefni getur fólk fengið með því einu að flagga íslenska fánanum. Við munum fjölmiðlafárið þegar Miðflokkur hafði uppi fánann á landsfundi sínum.

En bíðum aðeins, er það ekki hatursorðræða að kalla fólk verstu nöfnum sem finnast, jafnvel fólk sem stór hluti viðkomandi þjóðar kýs? Er það ekki hatursorðræða að setja heilu þjóðirnar í skammarok í samskiptis landa og jafnvel bannfæra þær, vegna þess að þær þjóðir spila ekki rétt með? Þetta er það sem ESB stundar af miklum móð.

Og hvað er þjoðernissinni? Ef það miðast við flöggun þjóðfánans, hvað kallast þá ESB? Aðildarríkjum þess er skylt að hafa uppi fána sambandsins á öllum opinberum stofnunum og öllum stofnunum og fyrirtækjum sem njóta styrkja þess, allan sólarhringinn alla daga ársins. Jafnvel ef einkabifreiðar innan aðildarríkja er ekki með þann fána á númerum bifreiða, er hægt að taka þær úr umferð. 

Miðað við opinbera orðræðu, bæði hér heima en ekki síður erlendis, má með sanni segja að vinstri öfgar ríði röftum.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 22.10.2022 kl. 10:35

6 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Kristján Hjaltested. Hún hefði líka fengið mitt ef ég hefði verið kjósandi á Ítalíu. 

Jón Magnússon, 23.10.2022 kl. 10:28

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar Geirsson. Ég held að það sé töluvert í hana spunnið. Hún er í erfiðri stöðu með Berlusconi sér við hlið, en h ún sýndi ansi mikinn tögg þegar hún sagði honum að halda kjafti daginn áður en hún mætti til forseta Ítalíu og undirritaði eiðstafinn sem forsætisráðherra. Eftir því sem ég sé, þá er hún ákveðin hægri kona, en er ekki í neinni vitleysu. Það verður síðan þrautin þyngri að stjórna Ítalíu miðað við þá stöðu sem landið er í og þá erfiðleika sem eru framundan.

Jón Magnússon, 23.10.2022 kl. 10:30

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jónatan Karlsson. Ef við látum alltaf undan ofbeldisöflunum, þá taka þau yfir eins og Foringi þýska ríkisins benti á í bók sinni þar sem hann brýndi fyrir sínu fólki að vera alltaf ofbeldisfyllri en andstæðingarnir. Þegar borgarar lýðræðisríkis þora ekki að tjá sig þá djarfar fyrir ofbeldisstjórn.

Jón Magnússon, 23.10.2022 kl. 10:32

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar og sömuleiðis takk. Hatursorðræðan sem svo er nefnd tekur bara til ákveðinna atriða í vestrænum þjóðfélögum til sömu aðila og þola ekki að það séu sagðir brandarar um þau. Það er búið að afnema öll ákvæði til verndar kristni, en hatursorræðan sem að haturslögreglusveitir í vestrænum ríkjum hamast við að finna og lögsækja fólk aðallega fyrir að segja sannleikann um Íslam eða gera grín að þeim trúarbrögðum. Ekki hreyfa menn legg né lið þó gert sé grín að kristni eða Búddatrú, en Íslam er algert bannsvæði og sama á við transhugmyndafræðina sem miðar að því að breyta tungumálinu á sumum sviðum í algert örverpi. 

Jón Magnússon, 23.10.2022 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 341
  • Sl. sólarhring: 595
  • Sl. viku: 4845
  • Frá upphafi: 2467796

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 4503
  • Gestir í dag: 310
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband