Leita í fréttum mbl.is

Boris valdi rétt

Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér við leiðtogakjör íhaldsflokksins að þessu sinni. 

Vafalaust var það rétt ákvörðun hjá honum. Hann hefur takmarkaðan stuðning í þingflokknum og í partygate málið er enn óuppgert. Allt partístandið við embættisbústað hans á tímum útgöngubanns og samkomutakmarkanna vegna Covid mæltist illa fyrir. En enn verr, að hann skyldi ekki segja þinginu satt.

Í Bretlandi er það litið allt öðrum og alvarlegri augum en hér þegar ráðherra segir þinginu ekki satt. 

Tími Boris Johnson að leita eftir endurkjöri svo skömmu eftir að hann hrökklaðist úr leiðtogastöðunni var því klárlega ekki núna. Hann þarf því að bíða enn um stund eftir að þjóðin kalli á hann, ef hún gerir það þá nokkru sinni aftur.


mbl.is Boris gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 47
  • Sl. sólarhring: 975
  • Sl. viku: 3328
  • Frá upphafi: 2448295

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 3098
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband