Leita í fréttum mbl.is

Enn einn slæmur dagur á Alþingi

Ætla hefði mátt miðað við aðstæður á landamærunum, að Alþingi mundi afgreiða stjórnarfrumvarp um útlendinga sem fyrst til nefndar, þar sem hægt er að gera breytingar á því og fara vandlega yfir það. Sér í lagi þar sem fram kom í umræðunum, að stjórnarandstaðan taldi ekki miklu skipta varðandi ástandið á landamærunum hvort frumvarpið yrði samþykkt eða ekki. Samt sem áður þvældist stjórnarandstaðan fyrir eðlilegri afgreiðslu málsins.

Því miður er það rétt, að stjórnarfrumvarpið um breytingar á útlendingalögum breytir litlu varðandi ástandið á landamærunum og útlendingalögin verða áfram byggð á hugmyndafræði hælisleitenda en ekki hagsmuna fólksins í landinu og það þrátt fyrir að allt það sem lagt er til í frumvarpinu sé góðra gjalda vert og veruleg bót að það yrði samþykkt. 

Staðreyndin er sú, að meirihluti Alþingis neitar að horfast í augu við það alvarlega ástand sem við blasir og ógnar í raun tilveru þjóðarinnar sem sjálfstæðrar sérstakrar þjóðar í þjóðahafi 8 milljarða einstaklinga. 

Þetta frumvarp er til bóta en er fjarri því að vera fullnægjandi og því miður verður ekki hægt við það að eiga fyrr en eftir kosningar átti þjóðin sig á því, að nauðsynlegt er að kjósa á þing meirihluta fólks, sem metur heildarhagsmuni þjóðarinnar umfram annað. 

Töluglöggur maður benti mér á að skv. mannfjöldaskýrslum Hagstofu Íslands varðandi 3. ársfjórðung þessa árs, þá væri staðan sú þegar talið væri saman fjölgun íslendinga þ.e.fæddir umfram dána og brottflutta, að þá væru það fjölgun um 400 manns en á sama tíma hefði erlendu fólki fjölgað um 3.410. Þessar tölur segja sína sögu og ættu að sýna öllum að það verður að bregðast við og það skjótt. 

En það gerir Alþingi ekki heldur þvælist fyrir sem mest það má. Sú staðreynd sýnir hversu brýnt það er að ná sem fyrst fram breytingum með nýjum kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 26
  • Sl. sólarhring: 969
  • Sl. viku: 3307
  • Frá upphafi: 2448274

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 3077
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband