Leita í fréttum mbl.is

Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum

Miðað við yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra má búast við spennandi formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hefðbundinn undirbúningur er að baki og því gat Guðlaugur sagt hið fornkveðna.

"Fólk til sjávar og sveita, úr öllum landshlutum, stéttum og starfsgreinum hefur skorað á mig o.s.frv."

Vegna formannskosninganna má búast við því að mikill fjöldi Sjálfstæðisfólks mæti til Landsfundar og það er fagnaðarefni. Fundurinn mun þó hverfast eingöngu um kosningar í æðstu trúnaðarstöður.

Gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ræðst ekki eingöngu af því hverjir skipa æðstu trúnaðarstöður þó það skipti vissulega miklu máli. Á þessum Landsfundi væri nauðsynlegt að þeir sem ætla sér æðstu forustusæti Flokksins geri afdráttarlausa grein fyrir því, með hvaða hætti Flokkurinn muni koma Sjálfstæðisstefnunni í öndvegi undir stjórn viðkomandi og víkja af braut vinstri lausna og vinstri pópúlisma eins og kynrænu sjálfræði, sem allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með á sínum tíma.

Brýnasta úrlausnarefnið er að taka á vanda vegna gríðarlegs innflutnings fólks til landsins. Því miður á Flokkurinn slæma sögu í þeim málaflokki frá árinu 2014. Formaður Flokksins og sá sem býður sig fram gegn honum hafa báðir verið leikendur í þeirri slæmu sögu og óheillaþróun.

Nú verður fróðlegt að sjá og heyra hvort þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í Flokknum bjóða flokksfólki sínu og þjóð upp á ásættanlegar lausnir í innflytjendamálum þannig að við náum stjórn á landamærunum. Það er mikilvægara en stjórnarsamstarf með VG.

Líklegt er, að gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ráðist frekar af því hvaða stefnu og baráttu Flokkurinn stendur fyrir, en kosmetískum aðgerðum varðandi kjör á forustufólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sammála þér að venju, Jón.  Ég verð að segja eins og er, að mér er  hulin ráðgáta, hvernig menn geta fengið þá flugu í höfuðið, að gengi Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum muni skána með því, að GÞÞ velti BB úr sessi formanns.  Í mínum huga er sú hugmynd aðeins lélegur brandari, þegar bornir eru saman ferlar beggja í stjórnmálum, metin yfirsýn þeirra á þjóðmálin og skilningur á hagsmunamálum fólksins í landinu, hugað að  sannfæringarkrafti í orði og riti og almennri framkomu.  

Nú ætla ég að ganga lengra og leggja til, að eftir stórsigur BB á Landsfundi, losi hann sig við GÞÞ úr ráðherrastóli, haldi Jóni Gunnarssyni áfram í ríkisstjórn og taki Guðrúnu Hafsteinsdóttur, 1. þingmann Suðurlands inn, eins og um var talað.  

Bjarni Jónsson, 28.10.2022 kl. 11:04

2 identicon

Ég sé það Jón að þú hefur tekið eftir því að sjálstæðisflokkurinn hegðar sér eins og argasti vinstri flokkur. Ég veit ekki hvern þeir eru að blekkja. Það er algjörlega borin von að rífa flokkinn upp í fyrri hæðir með þessu fólki sem er í forustunni. Vesturlönd eru á sporbraut vinstri stefnu sem virðist ekki hægt að sveigja af. Það þorir enginn að standa með sjálfstæðisstefnunni lengur af ótta við að verða úthrópaður hægri öfgamaður.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.10.2022 kl. 09:17

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég þori það Kristinn og mér er algjörlega sama um þó ég sé kallaður hægri öfgamaður. Ég hef fengið verri pólitíska merkimiða en það. 

Jón Magnússon, 30.10.2022 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 71
  • Sl. sólarhring: 949
  • Sl. viku: 3352
  • Frá upphafi: 2448319

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 3122
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband