Leita í fréttum mbl.is

Er Samfylkingin á tímamótum?

Nýr formaður Samfylkingarinnar Kristrún Flosadóttir var borin til valda nánast á gullstól. Ekkert mótframboð og hún fékk 95% greiddra atkvæða í formannskjöri. 

Í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt við það, að Samfylkingarfólk sameinaðist um að fela Kristrúnu formennsku. Hún er sú fyrsta í gjörvallri sögu Samfylkingarinnar, sem hefur gripsvit á þjóðhagslegum fjár- og efnahagsmálum. Það sem á skortir hjá henni eru aðrir flokksmenn vanbúnir til að gagnrýna vegna þekkingarskorts.

Venjan er sú, að frambjóðendur gera grein fyrir stefnu sinni áður en kosið er, en Kristrún komst upp með það að lofa engu fyrirfram heldur gera grein fyrir stefnu sinni eftir kjörið. 

Nýar áherslur Kristrúnar eru um margt athyglisverðar m.a. áhersla á að aðild að Evrópusambandinu sé ekki lausn allra vandamála þjóðarinnar. Þá áttar Kristrún sig á að vitrænar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins verða ekki nema í þokkalegri sátt að bestu manna ráði og yfirsýn.

Vissulega kveður á nýjan leik eftir um 15 ára hlé, við vitrænan tón í framsetningu hins nýja formanns Samfylkingarinnar. 

Spurningin er hve vel henni gengur að koma fram nýum áherslum. Ýmsir aðrir í forustu Samfylkingarinnar tala með ððrum hætti og virðast ekki tilbúnir til að fórna þeirri öfga woke stefnunni, sem þróaðist í formannstíð Jóhönnu Sigurðardóttur og hefur verið haldið við síðan þó með þeirri undantekningu, þega Árni Páll Árnason reyndi að koma Samfylkingunni aftur á vitrænar brautir, en þraut örendið fljótt enda óvættir í fleti fyrir. 

Nú er spurning hvort Kristrúnu gengur betur að koma vitinu fyrir aðra í forustu Samfylkingarinnar og þróa starf og stefnu flokksins í átt að vitrænum praktískum þjóðfélagsmarkmiðum. Vonandi gengur henni vel. Það hefur verið slæmt að Samfylkingin skuli hafa svo lengi skilið eftir eyðu á þeim væng stjórnmálanna, sem sósíaldemókratískir flokkar í nágrannalöndum okkar fylla.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aldeilis samála þér, um leið og margir eygja von um betri valkost í næstu kosningum, takist formanninum að leiða félaga sina með stefnu sinni heim í heiðadalinn. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2022 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 862
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 2468323

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4297
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband