Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki?

Formaður Sjálfstæðisflokksins setti Landsfund flokksins með frábærri og kröftugri ræðu. Þétt var setinn bekkurinn í Laugardalshöll og þurftu margir að standa enda hátt á annað þúsund manns komin til að taka þátt í störfum Landsfundar. 

Ekki var að sjá að loft væri neitt lævi blandið vegna formanns og/eða kosninga til ritara flokksins. Sama hátíðarstemmningin og jafnan þegar þessi fjölmennasti þjóðmálafundur á Íslandi, Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur. 

Í dag og á morgun tekur alvaran við, þar sem fólk tekst á um málefni og sporgöngufólk hinna ýmsu frambjóðanda munu reyna að tryggja sínum frambjóðanda sem mest fylgi. Allt er það hluti af því lýðræði, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á skv. skipulagsreglum flokksins. 

Að mörgu leyti er sjarmerandi, að það skuli allir vera í kjöri til æðstu embætta Sjálfstæðisflokksins þó að einungis tveir hafi lýst yfir framboði til formanns einn til varaformanns og þrír til ritara. 

Í lýðræðisflokki er alltaf nauðsynlegt að gaumgæfa hvort mögulegt sé að koma vali á æðstu trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir með betra hætti. Spyrja má af hverju fá ekki allir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins að kjósa æðstu trúnaðarmenn flokksins. Af hverju bara ákveðnir útvaldir Landsfundarfulltrúar? Af hverju að bjóða upp á tortryggni og særindi vegna vals fulltrúa á Landsfund, þar sem mörgum dyggum og góðum flokksmönnum er nú úthýst af Landsfundi vegna kosningabaráttu þeirra sem þegar hafa lýst yfir framboði í æðstu trúnaðarstöður.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti þegar í stað að breyta skipulagsreglum sínum og miða við að formaður flokksins, varaformaður og ritari séu kosin til ákveðins tíma í opnum lýðræðislegum kosningum allra flokksbundinna Sjálfstæðismanna. Núverandi fyrirkomulag kosningaréttar útvaldra á að heyra fortíðinni til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband