Leita í fréttum mbl.is

Megum við fá meira að heyra?

Borðsálmur listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar þótti athygliverður þar var tæpt á hlutum án þess að greina ítarlega frá. Þeir sem hlustuðu segja: "Hvað er að tarna /Hvað sagðirðu þarna / Mættum við fá meira að heyra.

Í frábæru Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag segir höfundur m.a. 

"Minnihlutinn í Reykjavík hefur einstakt lag á að fjalla eingöngu um óskiljanleg smáatriði. Forystumaður listans tekur meira að segja þátt í leynifundum við borgarstjórann um að koma lóðum, sem ekki lengur eru notaðar í upprunalegum tilgangi, í hendur vafasamra. Slíkum lóðum ber að skila. En í staðinn er verið að pukrast með eitt versta brask í sögu borgarinnar."

Nokkru síðar segir: 

"Sjálfstæðisflokkurinn hefur falið af sinni hálfu borgarfulltrúanum sem er vanhæfastur allra til að gegna þeim trúnaði fyrir félaga sína að fá að fylgjast með í lokuðum herbergjum hvað Dagur er að braska. Sveitarfélag gerir ekki þúsunda milljóna gjafagerninga á bak við luktar dyr."

Að lokum segir: 

"En það færi vel á að setja vandaða menn utan borgarstjórnar í að rannsaka það sem þarna fer fram í þaula."

Hér er vísað til grafalvarlegra hluta og pólitískrar spillingar,pólitískra og persónulegra hrossakaupa, þar sem borgarstjóri og forustumaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur standa sameiginlega að því að gefa ákveðnum aðilum þúsundir milljóna. Taka verður undir með bréfritara, að í slíku tilviki færi vel á að utanaðkomandi aðilar rannsökuðu þessi mál í þaula. 

Þá væri fróðlegt að sjá hvort að fjölmiðlar t.d.meginstraumsfjölmiðillinn RÚV sem hleypur aftur og aftur upp með meinta pólitíska spillingu, þó hún sé engin, áttar sig á því að hér er verðugt rannsóknarefni sem þarfnast umfjöllunar í fréttatímum, Kveik og Kastljósi. Þúsunda milljóna gjafagerningur til ákveðinna útvaldra er mun stærra og alvarlegra mál en hnökrar við framkvæmd sölu hluta í Íslandsbanka.

En þá er spurning hvort RÚV telur við hæfi að atast út  í vin sinn borgarstjórann jafnvel þó að það mundi þýða afhjúpun spillingar sem tæki einnig til forustu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Fróðlegt verður að sjá hvort að fréttaelítan og stjórnmálamenn þ.m.t.  borgarstjórnarfulltrúar í Reykjavík láti til skarar skríða eða þegi þetta grafalvarlega mál í hel. Fari svo, þá á við lokastefið í Borðsálmi listaskálsdins góða og nauðsyn brýn að þagga niður í höfundi Reykjavíkurbréfs: 

"Hættu nú herra/ Hér mun koma verra/ sem þér er betra að þegja um en segja um."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6262
  • Frá upphafi: 2471620

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 5713
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband