Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar þingmaður eða þá borgarfulltrúi?

Leiðtogi Sovétríkjanna Leonid Bresnev leit á Willy Brandt sem þann mann, sem Sovétríkin gætu treyst og mundi ekki standa að árás á Sovétríkin. Bresnev var mikið í mun að halda honum við völd. Framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins þýska, flokks Brandt sagði í þætti þar sem fjallað var um líf og starf Brandt, að ákveðinn sendimaður Sovétstjórnar hefði komið á skrifstofu sína með 2 milljónir marka í seðlum og beðið hann að sjá um að þessir peningar yrðu notaðir til að koma í veg fyrir að vantrausttillaga á Brandt yrði samþykkt, ekki þyrfti að kaupa nema tvö atkvæði. Framkvæmdastjórinn sagði að það gæti hann ekki gert og sagði að sendimaðurinn hefði þá sagt að hann yrði að leita annarra leiða.Framkvæmdastjórinn sagði að sér hefði síðan komið á óvart hvernig tveir þingmenn greiddu atkvæði þ.á.m. fyrrum  kanslari og formaður kristilegra demókrata. 

Undanfarið hefur verið vakin athygli á því í Morgunblaðinu, að sérkennilegir hlutir eigi sér stað varðandi lóðamál borgarinnar þar sem milljarða hagsmunir eru í húfi og þar sitji oddviti Sjálfstæðisflokksins á hljóðskrafi við borgarstjórann. Annað mál er kaup fyrirtækis Orkuveitunnar á munum frá Sýn fyrir 3 milljarða. Miklir hagsmunir eru í húfi og málin fá hvorki viðhlítandi umfjöllun í fjölmiðlum né á vettvangi borgarinnar. 

Í Belgíu hefur lögreglan um nokkurt skeið haft til rannsóknar mútumál,sem talið er hafa haft áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Nýverið var gerð húsleit hjá nokkrum þingmönnum m.a. einum varaforseta þingsins og öðrum þingmanni og við það fundust annars vegar 900.000 evrur og hins vegar 700.000 evrur og það allt í seðlum. Ekki þykir vafi á því að þessir peningar komi frá Katar með milligöngu Marakósku leyniþjónustunar.

Giorgiana Maloni forsætisráðherra Ítalíu hefur haft hörð orð um að Evrópusambandið þurfi heldur betur að taka til hendinni og uppræta þessa spillingu á meðan Macron nýkominn úr ferð til Katar segir einhverra hluta vegna, að það verði að bíða þangað til fullnaðarrannsókn hefur farið fram. Jafnvel þó að spillingin og múturnar æpi framan í alla sem hafa gripsvit í kollinum.

Það sem liggur fyrir er að Katar reynir með mútufé að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Til hvers? Til fjárhagslegs ávinnings. Þannig er það alltaf þegar ríki eða auðfólk kaupir þingmenn eða borgarfulltrúa. 

Af því að heimspeki Filippusar Makedóníukonungs föður Alexanders mikla um að "það sé engin borgarmúr svo hár,að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann" hefur reynst rétt og sönn í þau 2.400 ár frá því þessi orð voru sögð, þá verða fjölmiðlar og lögregla,sem og kjörnir fulltrúar að vera á varðbergi og kanna alla hluti til hlítar þegar spurning getur verið um mútur  eða hagsmunaárekstri. 

Einnig vegna þessa verður að athuga sérstaklega varðandi val á frambjóðendum, að þeir séu ekki settir í óviðunandi aðstöðu eins og t.d. í prófkjörum,sem bjóða hættunni heim og dæmi sanna, að ítrekað hafa ákveðnir aðilar notið ótrúlegs stuðnings ákveðinna hagsmunaafla. 

Það kaupir engin þingmann eða borgarfulltrúa nema um sé að tefla mun hærri fjárhæðir í endurgreiðslu sem neytendur eða skattgreiðendur þurfa þá að greiða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 497
  • Sl. sólarhring: 521
  • Sl. viku: 5011
  • Frá upphafi: 2426881

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 4649
  • Gestir í dag: 443
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband