Leita í fréttum mbl.is

Jólakveðja til komandi kynslóða

Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.

Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði. 

Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.

Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.

Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.

Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr.  Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Tek undir hvert orð með þér.  Að afgreiða fjárlög núna með dúndrandi halla á sama tíma og Seðlabankinn stendur nauðvörn gegn verðbólgu, er ekki gott.  Það sýnir, hversu dýru verði þetta stjórnarsamstarf er keypt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Þessi fjárlög munu kynda undir verðbólgunni (vegna mikils hallarekstrar).  Samhæfing peningamálastefnu og fjármálastefnu ríkissjóðs er núna því miður kastað fyrir róða á altari útþenslu ríkisvaldsins, sem eru ær og kýr vinstri grænna og Framsóknarflokksins.  Menningar- og viðskiptaráðherra er úti að aka.  Hvað á þessi fjáraustur í afþreyingariðnaðinn að þýða í bullandi þensluástandi efnahagslífsins ?

Bjarni Jónsson, 17.12.2022 kl. 11:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Gæti ekki verið meira sammála Bjarni. 

Jón Magnússon, 17.12.2022 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 436
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 4950
  • Frá upphafi: 2426820

Annað

  • Innlit í dag: 407
  • Innlit sl. viku: 4595
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband