Leita í fréttum mbl.is

Nýir skattar og nýar takmarkanir

Sl. fimmtudag komust samningamenn Evrópusambandsins að samkomulagi um að innleiða kolefnis landamæra skatt. Skatturinn á að leggjast á vörur sem fluttar eru til Evrópu frá löndum, sem eru ekki eins loftslagsgalin og Evrópusambandið. Skattlagningin er nýjasta dæmi þess hvernig frelsið er stöðugt takmarkað og meiri hömlur lagðar á þegar regluverk heildarhyggju  sósíalískra hugmynda nær fótfestu.

Kolefnisskattar sem Evrópusambandið hefur lagt á fyrirtæki í Evrópu dregur úr samkeppnishæfni þeirra og hækkar vöruverð til neytenda. Þegar það liggur svo fyrir,að önnur lönd eru ekki jafnkolefnisgalin og Evrópusambandið, þá verður að gera eitthvað til að rétta hlut evrópskra samkeppnisfyrirtækja og þá dettur kommissörunum í Brussel aldrei neitt annað í hug en nýir skattar.

Í fréttum í Sunnudagsblaði Financial Times segir frá því að norskir milljónamæringar flýji nú landið í umvörpum vegna sérstaks auðlegðarskatts sem sósíalistarnir í Noregi hafa lagt á. Ofurríka fólkið getur þetta og komið sér hjá óhóflegri skattpíningu, en það getur millistéttin og hinn almenni neytandi ekki.

Ríkisstjórnir sósíalista hafa aldrei skilið það, þ.m.t.ríkisstjórn Íslands, að ofurskattar á framtak einstaklinganna leiða alltaf til verri lífskjara og frelsisskerðingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er náttúrlega mjög gott fyrir Indland, Kína og Rússland... og nokkur önnur ríki í Asíu og jafnvel Afríku.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2022 kl. 16:52

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Hvernig skyldi stana á því að það skuli ekki vera til fleiri gáfumenn í heiminum sem jafnast á við þig ?  tongue-out

Þórhallur Pálsson, 18.12.2022 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jú, þeir skilja það. Því miður.

Guðjón E. Hreinberg, 19.12.2022 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 199
  • Sl. sólarhring: 1017
  • Sl. viku: 3439
  • Frá upphafi: 2456873

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 3239
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband