Leita í fréttum mbl.is

Þá erum við orðin átta milljarðar á plánetunni jörð.

Í gær 21.12 2022 urðu jarðarbúar 8 milljarðar. Jarðarbúum hefur fjölgað um einn milljarð á 12 árum. Árið 1800 voru jarðarbúar einn milljarður.

Umbætur og framþróun á sviði heilbrigðismála, næringar og lyfja, stuðlar að þessari miklu fólksfjölgun, sem engin virðist hafa áhyggjur af lengur. Áður vöruðu m.a. flokkar umhverfissinna við fólksfjölguninni og töldu hana mundu valda, umhverfisslysi, aukinni mengun o.s.frv. og vildu grípa til aðgerða til að fækka fólki. Allt í einu hvarf þetta af stefnuskrá þeirra og allt hverfðist um hnattræna hlýnun af mannavöldum og í þeirri baráttu taka umhverfissinnar fólksfjölgun út fyrir sviga eins og hún sé ekki vandamál.

Á síðasta áratug fjölgaði Indverjum um 180 milljónir og þeir verða fjölmennasta ríki heims á næsta ári, í stað Kína. Áætlað er að meira en helmingur fólksfjölgunar í heiminum fram til 2050 verði í átta löndum. Lýðveldinu Kongó, Egyptalandi, Eþíópíu, Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Filipseyjum og Tanzaníu. Ekki rímar það vel við fullyrðingar ýmissa um að fólk á þessum stöðum sé að flýja  og sækja um alþjóðlega vernd vegna loftslagsbreytinga.

Þessi mikla fólksfjölgun felur í sér margar áskoranir og mörg ný vandamál eins og fæðuöryggi og viðhlítandi menntun. Þau lönd þar sem fjölgunin verður mest geta ekki leyst vandamálin án mikillar aðstoðar.

Hvaðan á hún að koma?

Straumur fólks frá þróunarlöndunum til Vesturlanda mun aukast, þangað til að Vesturlönd verða komin á svipaðan stað hvað varðar lífskjör og menntun nema stjórnmálastéttin á Vesturlöndum breyti um stefnu til hagsbóta fyrir eigin borgara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef það er rétt að Bill Gates og fleiri reyni að stýra mannfjöldaþróun og að Covid-19 sé manngerð, þá er það alvarlegt mál. Einnig hefur verið fjallað um hvernig Covid-19 hefur fækkað fólki á Vesturlöndum mest með mest af Neanderdalsmennagenum, af Kákasusættum.

Stjórnmálamenn á Íslandi eru því miður áhugalausir um spurningar sem skipta miklu máli. Það eru aðallega menn í Sjálfstæðisflokknum og öðrum hægriflokkum sem þora að hugsa svo stórt.

Okkar ágæta þjóð á annað og betra skilið en að vera fórnarlömb tilraunastarfsemi eða vinstristefnu sem er ekki sjálfbær.

Mjög áhugaverður pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 23.12.2022 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband