Leita í fréttum mbl.is

Seint eða aldrei

Fram hefur komið, að fjölþjóðleg fjölmiðlunarfyrirtæki taka stöðugt stærri hlut á íslenska auglýsingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki greiða enga skatta af þessum auglýsingatekjum. Þessum erlendu auglýsendum  er því búin þægilegri og kostnaðarminni rekstraraðstaða en innlendum fyrirtækjum. 

Sú staðreynd, að erlend auglýsingafyrirtæki greiða engin gjöld og hafa því forskot gagnvart innlendum aðilum hefur verið þekkt um árabil. Staðið hefur upp á Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra að bæta úr þessu og jafna samkeppnisstöðuna innlendra og erlendra auglýsingaaðila. Þrátt fyrir að ræða um málið og lofa aðgerðum að mér skilst frá árinu 2018 hefur hún ekki gert neitt í málinu.  

Lilju Alfreðsdóttur hefur bara látið íslenska skattgreiðendur greiða til innlendra einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja, á raunar nokkuð hæpnum forsendum miðað við annan fyrirtækjarekstur í landinu, en það er annað mál. Á sama tíma nýtast ekki skatttekjur frá erlendu aðilum. 

Þessi ráðherra vanrækir um árabil að vinna vinnuna sína og hlutast til um að erlendu auglýsingafyrirtækin verði skattlögð með þeim hætti að samkeppnisaðstaða þeirra sé a.m.k. ekki betri en innlendra aðila. Hvað á að gera við verklausan ráðherra eins og þennan, sem þykir greinilega betra að vera bara í partýinu.

Því miður er það þannig í opinberri stjórnsýslu á þessu landi einkum það sem heyrir undir stjórnmálamennina að hlutir eru iðulega ekki gerðir nema boð komi frá Brussel. Eða þá að gripið er til seint og illa eða alls ekki sbr. þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon þáverandi fjármála- og viðskipta- og bankamálaráðherra lofuðu útrekað aðgerðum til að koma í veg fyrir sjálftöku slitastjórna föllnu bankanna. Þar var bara talað talað og malað malað, en aldrei neitt gert. Síðara bankaránið stóð því án aðgerða opinberra aðila um árabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 485
  • Sl. sólarhring: 546
  • Sl. viku: 4999
  • Frá upphafi: 2426869

Annað

  • Innlit í dag: 451
  • Innlit sl. viku: 4639
  • Gestir í dag: 434
  • IP-tölur í dag: 410

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband