Leita í fréttum mbl.is

Upp er hafinn harmagrátur.

Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern tilkynnti í gær um afsögn sína og brotthvarf úr pólitík. Þá hófst harmagrátur hinn mesti meðal vinstri stjórnmálaelítunnar á heimsvísu.

Einn dálkahöfundur orðaði það svo, að Jacinda Ardern og Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti ættu það sameiginlegt að vera dáð erlendis þó þau hefðu tapað allri tiltrú heima fyrir og það væri vel þess virði að þetta sérkenni yrði rannsakað. 

Jacinda Ardern geistist inn á stjórnmálasviðið fyrir fáum árum og orðfæri hennar og yfirlýsingar féllu vel í geð vinstri stjórnmálaelítunni vítt og breytt um heiminn. Henni þótti takast vel upp að höndla mál eftir hryðjuverkaárás í Cristchurch fyrir nokkrum árum og koma fram sem góður fulltrúi lands síns, þó hún hefði ekkert við mannréttindabrot Kínverja að athuga ekki frekar en svo fjölmargir vinstri leiðtogar.

Það liðu ekki mörg ár þangað til það fóru að koma brestir í stjórnun landsins undir forustu Ardern og vinsældir hennar heima fyrir dvínuðu.

Í Kóvíd faraldrinum beitti Ardern aðferðum, sem einkenna einræðisherra. Nýja Sjálandi var algerlega lokað á grundvelli "zero covid" eða núll kóvíd stefnu hennar. Þær aðgerðir höfðu hræðilega afleiðingar. Þá var fólk skyldað til að fara í bólusetningu og athygli heimsins beindist smá stund að Nýja Sjálandi vegna þess að mótmæli við skyldubólusetningum voru barin niður af lögreglu af svipaðri hörku og gerist í ráðstjórnarríkjum.

Versnandi efnahagur, aukin skattheimta og fátækt varð síðan veruleikinn sem íbúar Nýja Sjálands búa við sem afleiðingu af stefnu Ardern. Kjósendur í Nýja Sjálandi hafa því snúið baki við Ardern. Skoðanakannanir hafa sýnt, að hún hefur tapað meirihlutanum og gott betur. Ofurstjórnmálamaðurinn á heimsvísu Jacinda Ardern tók ekki þá áhættu að verða niðurlægð í kosningum og ákvað því að segja af sér og láta öðrum það eftir að takast á við þau vandamál sem hún skilur eftir sig. 

Þó Ardern skilji eftir sig minningar um versnandi lífskjör, aukna fátækt og ógnarstjórn á tímum Kóvíd, þá harmar vinsti stjórnmálaelítan stjórnmálaleiðtoga, sem gat ekki horfst í augu við, að kjósendur mundu hafna henni í kosningum. 

Nú er hafinn harmagrátur vinstri stjórnmálamanna eins og Katrínar Jakobsdóttur, Keith Starmer og Justin Trudeau yfir þeirri illu meðferð sem þau segja að Ardern hafi þurft að undirgangast.

Landsmenn Ardern hafa þó aðra sögu að segja og minnast hennar með allt öðrum hætti þegar þeir þurfa að glíma við versnandi lífskjör, aukna verðbólgu og fátækt.

Arfleifð sem stefna vinstri manna skilur jafnan eftir sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og aldrei ætlar fólk að læra.

Nægir að horfa hvernig komið er fyrir henni Reykjavík

með Dags óstjórnina.

Sjálfseyðingarhvötinn hjá fólki sem kýs

þetta vinstra lið er svo sterk að öll

skynsemi er hent fyrir borð í þeirri einfeldningstrú

að það sem það lýgur gæti verið satt.

Ætti að vera skyldulesning í skólum að lesa sögu

vinstri afla um allan heim og hvernig þeim hefur

ALLTAF tekist að skylja eftir sig rjúkandi rústir

og sviðna jörð. En það verður varla gert vegna meirihluta

kennara sem eru á vinstri kantinum hér heima.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.1.2023 kl. 11:18

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þetta er sama gamla sagan, að þegar ýmsar vinstrihugsjónir ganga ekki upp í reynd gerir fjarlægðin þær betri en þær eru í raun. Björn Bjarnason lýsir því ágætlega í pistli í dag hvernig stefna Dana er nú orðin fyrirmynd Svía, en hér á Íslandi finnst ekki mörgum krötum margt merkilegt í stefnu Dana í útlendingamálum. Veruleikinn er farinn að banka á dyrnar hjá Svíum, og í stað fjarlægra hugsjóna eru þeir nú að feta sig áfram með stefnu til skaðaminnkunar. Guðjón Hreinberg hefur lýst þessu vel með orðalaginu um að raunsæið sé gufað upp svo víða í dag.

Einkennileg þóttu mér ummælin í kvöldfréttum um Ardern í gær, að það væri svo mikið til fyrirmyndar að tala um að benzínið væri á þrotum eða eitthvað slíkt, að þannig tækju bara kvenráðherrar til orða.

Ætli hefði ekki verið betra fyrir hana að viðurkenna að hún gerði mistök og landsmenn geri sér grein fyrir því?

Ingólfur Sigurðsson, 20.1.2023 kl. 14:05

3 Smámynd: Hörður Þormar

Jacinda Arden þekkti sinn vitjunartíma. Það mættu ýmsir taka hana sér til fyrirmyndar, ekki síst hér á Íslandi. Það ætti enginn að gera pólitík að ævistarfi sínu.

Hörður Þormar, 20.1.2023 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 772
  • Sl. sólarhring: 785
  • Sl. viku: 5276
  • Frá upphafi: 2468227

Annað

  • Innlit í dag: 699
  • Innlit sl. viku: 4889
  • Gestir í dag: 659
  • IP-tölur í dag: 644

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband