Leita í fréttum mbl.is

Alþingi verður að geta gegnt hlutverki sínu.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum seinni hluta síðasta árs vegna fjölda hælisleitenda. Ásókn þeirra til Íslands nú er mun meiri en til nágrannalandana. 

Við höfum horft upp á það í hvaða vandamálum hin Norðurlöndin lentu vegna móttöku hælisleitenda. Í sumum borgum Svíþjóðar eru hverfi, sem lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í nema vopnuð lögregla fylgi þeim. Öryggi borgaranna er í hættu, rán, morð, skotárásir og nauðganir hafa margfaldast. Svíþjóð fyrirmyndarlandið er nánast heimsmetshafi varðandi nauðganir 

Pólitísk samstaða flestra flokka í Danmörku leiddi til að þessi mál voru tekin föstum tökum. Ástandið í Danmörku er því mun betra en áður og allt annað en í Svíþjóð, sem lengst af hefur verið með Pírataheilkennið og svart leppinn fyrir báðum augum.

Þrátt fyrir að hafa séð vandamál hinna Norðurlandanna og þrátt fyrir varnaðarorð,óð pólitíska elítan á Alþingi fram með þverpólitíska þinmannanefnd, sem setti saman snargalna löggjöf um útlendingamál í anda Svíþjóðarvitringanna með þeim árangri að málinu eru að þróast hér í átt til sama ástands og í Svíþjóð. 

Tillögur þverpólitísku nefndarinnar og lagasetningarinnar um útlendingamál miðuðu fyrst og fremst við hagsmuni allra sem bönkuðu hér á dyr, en ekki var hugað að öryggi og velferð íslenskra borgara.

Afleiðingin leiddi á síðasta ári til þess að lögregluyfirvöld viðurkenndu að við hefðum misst stjórn á landamærunum. Afleiðingarnar:  Húsnæðisskortur verður yfirþyrmandi.Leiguverð hækkar og Reykjavíkurborg yfirbýður til að koma hælisleitendum inn í húsnæði,sem íslenskar fjölskyldur sárvantar. Álag á skóla- og heilbrigðiskerfi er óbærilegt.

Við þessar aðstæður setti dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytinga á útlendingalögunum vonum seinna. Flestir eru sammála um að frumvarpið gangi ekki nógu langt, en lagfæri eingöngu ákveðna agnúa á núverandi kerfi. Samt sem áður hamast örfáir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar á móti frumvarpinu og beita málþófi til að freisa þess að koma í veg fyrir að þetta útvatnaða frumvarp í útlendingamálum nái fram að ganga, þannig að við getum e.t.v. náð einhverjum tökum á landamærunum.

Með því að halda Alþingi í gíslingu með málþófi eru þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna skemmdarverk. Svo virðist sem þetta fólk vilji viðhalda því ástandi að þeir, sem hafa smyglað sér áfram á höfrungahlaupi, fram fyrir fólk í neyð fái hér alla þjónustu umfram fólk í neyð.

Það skortir á þjóðhollustu hjá þessu málþófsliði. En með framferði sínu hefur það sýnt fram á nauðsyn þess að þingskaparlögum verði breytt, til að komið  verði í veg fyrir að Alþingi sé nánast óstarfhæft og ekki sé hægt að koma í gegn mikilvægri lagasetningu í trássi við vilja örfárra þingmanna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á nú ekki að vera flókið mál að þagga niður í PSV hreyfinguni á þinginu.  Kostnaðurinn við flökkufólkið er orðin óheyrilegur og fer hækkandi, og færi töluvert mikið hækkandi ef PSV fengi að ráða.  Ég held að allt huxandi fólk geri sér grein fyrir hvaðan aurarnir til uppihaldsins eru teknir og það segir sig sjálft að því meiri peningur fer í þennan málaflokk þá þíðir það minni aur í annan.  Það þarf m.ö.o. að ganga á PSV liðið og krefja þau skýringa á af hverju þau vilja skerða m.a. örorkubætur og ellilífeyri okkar sem búum hér en það er að mínu viti bein afleiðing af því sem þau eru að "berjast" fyrir í pontu alþingis.

Hygg að vörnin við þeim spurningum verði í formi þagnar!.

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 8.2.2023 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband