Leita í fréttum mbl.is

Er Úkraína að vinna stríðið við Rússa?

Í grein í DT í gær skrifar Richard Kemp fótgönguliðsforingi um stríðið í Úkraínu einu sinni sem oftar. Í greininni koma fram mikilvægar upplýsingar og hugleiðingar.

Bent er á að Rússar séu nú undirbúnir undir að sækja fram eftir að Úkraínumenn hafi unnið sigra fyrir nokkru síðan í Kharkiv og Kherson. Hann segir að síðustu vikur hafi verið þær blóðugustu í stríðinu til þessa, þar sem báðir aðilar hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Fólk þurfi samt að búa sig undir að það eigi bara eftir að versna. 

Varnarmálaráðherra Úkraínu Oleksii Reznokov segir að Rússar hafi þegar undirbúið a.m.k. 300.000 og allt að hálfri milljón hermanna, sem þeir séu að senda á vígstöðvarnar í Úkraínu til að undirbúa stórsókn innan skamms.

Þá segir greinarhöfundur,að þó Úkraínumenn hafi verið að byggja upp herinn með nútíma hertólum sem séu gefin frá Vesturlöndum, þá hafi Rússar margfalt fleiri hermenn og raunar fleiri en þegar innrásin hófst fyrir ári síðan. Rússar eigi mikið af vígtólum og vígtólaverksmiðjur Pútín framleiði ný vígtól og þær séu í gangi allan sólarhringinn. 

Greinarhöfundur segir að fram að þessu hafi viðhorfið á Vesturlöndum verið, að Úkraínumenn væru með þægilegum hætti að vinna fullnaðarsigur á Rússum, en rauveruleikinn sé flóknari en það. Hvor aðilinn um sig í þessu stríði hafi misst sem fallna eða særða allt að 120.000 manns, en það bendi ekki til þess að Úkraína sé að vinna sigur og verri hlutir eigi eftir að gerast. Nú ráði Rússaher yfir margfalt fleiri hermönnum.

Greinarhöfundur bendir líka á, að Rússaher hafi staðið sig með endemum illa í upphafi stríðsins og nefnir þar mörg atriði, en skýrslur frá Úkraínumönnum núna bendi til þess að Rússar hafi lært erfiða lexíu og gert mikilvægar lagfæringar og ástand hersins sé allt annað nú og miklu betra.

Í lok greinarinnar segir höfundur: Við þurfum að horfa á ástandið í Úkraínu með meira raunsæi og horfast í augu  við hvað slæmt ástandið geti orðið. Nái Pútín auknum landvinningum neyðist Úkraínumenn til að gera harðari gagnárásir og þurfi fleiri vígtól, betri loftvarnir, langdrægar eldflaugar og gríðarlegt magn tóla fyrir stórskotaliðsárásir. Annars segir höfundur, "verður Zelensky forseti neyddur til að gera samninga sem felur í sér sigur fyrir Rússa og ósigur fyrir Úkraínu."

Nú þegar liggja um 240.000 ungir menn eftir, dauðir eða óvígir vegna stríðsins. Það mannfall mun aukast til muna e.t.v. margfaldast.  Ætla ríkisstjórnir Evrópu og Nato að horfa upp á þetta án þess að gera sitt ítrasta til að koma á friði?

Það er ekki ásættanlegt að pólitíska elítan á Vesturlöndum æði áfram eins og svefngenglar og láti sem þetta sé indælt stríð. 

Í bókinni Svefngenglar "Sleep Walkers" fjallar höfundur um hvernig pólitíska  elítan í Evrópu  gekk um eins og svefngenglar í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar árið 1914. Milljónir ungra manna voru drepnar á vígvöllunum í Evrópu vegna þess.

Af hverju eiga stjórnmálamenn Evrópu svona bágt með að læra af sögunni? Hvað leggja þær Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Glfadótir til á hinum ýmsu skraffundum í NATO og á vettvangi Evrópu?

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón 

Í dag er umhverfið ekki eins og 1914 núna er það kjarnorkuváin sem Vesturlönd eru að hugsa um.

Þegar maður les á netinu að Rússland sé með stærsta kjarnorkubúr á Jörðinni um 6000 þúsund stykki og það dugi rússum bara að sprengja þær sem þær eru núna á staðnum heima hjá þeim svo það verði nánast óbyggilegt á Jörðinni vegna geislaryks í lofthjúpnum sem dæmi

Þessi staðreynd ef sönn er fær mann til að skilja það vel að stjórnmálamenn eru ekki öfundsverðir að þurfa að taka ákvaðanir vitandi að allt líf geti verið undir ef farið er vitlaust í hlutina Í þeirri stöðu er ekki hægt að læra af reynslunni sem gerðist 1914 því miður en það má kannski læra smá af því sem gerðist 1945 þegar fyrstu kjarnorkusprengjurnar sprungu í stríði sprengjur sem voru miklu minni en þær sem eru í dag.

Vona mannskepnan þroskist hratt áfram og stríðinu ljúki sem allra allra fyrst annars er hætta á ferðum fyrir allt mannkynið.     

Bestu kveðjur, Baldvin Nielsen  

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 9.2.2023 kl. 18:14

2 identicon

Hér kemur frétt í Fréttablaðinu í dag.

Er þetta tilviljun að ég sendi þér athugasemd í gær sem er í bið hjá þér að birtast? Ég get ekki minkað textan sem ég koperaði

,,Geislun verður mikið vandamál í kjarnorkuvetri. 

Fréttablaðið/Getty

Ísland, ásamt ríkjum Eyjaálfu, er talið það ríki sem best myndi þola kjarnorkuvetur samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna við Otago-háskóla í Dunedin á Nýja-Sjálandi. Rannsóknin var birt í tímaritinu Risk Analysis.

Samkvæmt rannsókninni eru Ísland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Salómonseyjar og Vanúatú þau lönd sem hafa mesta getu til að framleiða matvæli handa íbúum sínum eftir kjarnorkuvetur þar sem draga myndi úr sólarljósi. Það sama á við um sambærilega atburði, svo sem árekstur jarðar við stóran loftstein eða afleiðingar risaeldgoss. Ekki nóg með það, þá hefði Ísland getu til þess að fæða 1,4 milljónir manna aukalega.

SJÁ EINNIG

Rússar eiga óhugnanlega öflugt kjarnorkuvopnabúr

Ýmsir aðrir þættir voru kannaðir, svo sem framleiðslugeta, samgöngur, fjarskipti, orkuvinnsla, heilbrigðisþjónusta og geta til að hamla smitsjúkdómum, fjarlægð frá geislavirkni og umhverfisleg áhrif.

„Íbúar Íslands eru vel menntaðir, hefur gnægð af fiskafurðum og stærstur hluti raforkuvinnslu kemur úr vatnsaflsvirkjunum,“ segir í rannsókninni. Yrðu áhrif kjarnorkuveturs langtum minni hér en á meginlandi Evrópu.

Sem meðlimur í NATO gæti Ísland hins vegar orðið skotmark kjarnorkuvopna í átökum. Þá er einnig hætta af stórum eldgosum hér, eins og í Lakagígum árið 1783.''

SJÁ EINNIG

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 10.2.2023 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 466
  • Sl. sólarhring: 609
  • Sl. viku: 4980
  • Frá upphafi: 2426850

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 4621
  • Gestir í dag: 417
  • IP-tölur í dag: 393

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband