Leita í fréttum mbl.is

Þrotin að kröftum? E.t.v. velti J.K.Rowling þessu þunga hlassi.

Með stuttu millibili gefast þær upp vinstri drottningarnar Jacinda Arden á Nýja Sjálandi og Nicole Sturgeon fyrsti ráðherra Skota. Jacinda Arden sagðist þrotin af kröftum og vildi ekki þurfa að standa fyrir máli sínu gagnvart kjósendum. Sturgeon segir svipað, að hún geti ekki lengur gefið sig alla í svo krefjandi starf. Allt er þetta fjarri sanni eins og svo margt annað hjá þessum stjórnmáladrottningum woke og vinstra fólks.

Arden og Sturgeon eiga margt sameiginlegt og með nokkrum rökum má segja að þær ásamt Trudeau í Kanada og Katrínu Jakobsdóttur séu hugmyndafræðilegir fjórburar. 

Í ráðherratíð Arden og Sturgeon leiddi stjórnarfar beggja til verri lífskjara. Meðan Sturgeon hefur verið ráðherra hefur meðalaldur skoskra karlmanna lækkað, sennilega eina ríkið í Vestur Evrópu og eiturlyfjaneysla tvöfaldast. 

Þrátt fyrir versnandi efnahag og aukna fátækt í stjórnartíð Sturgeon, þá var bullhugmyndafræði hennar varðandi transfólk, sem gerði útslagið. Sturgeon þvingaði í gegn löggjöf um kynrænt sjálfræði, sem var svo vitlaus, að breska ríkisstjórnin ákvað að hafna lagasetningunni, þeirri fyrstu frá skoska þinginu. 

Stuttu síðar var konu nauðgað í skosku fangelsi af transkonu og það mál allt sýndi fram á þá hættu sem konur eru settar í vegna þessarar löggjafar um kynrænt sjálfræði. Því er haldið fram, að það sé í raun rithöfundurinn J.K.Rowling höfundur Harry Potter bókana sem sé sá áhrifavaldur, sem hafi leitt til afsagnar Sturegon, en hún þorði að vekja athygli á bullinu í kringum transhugmyndafræðina, sem altekur marga ekki síst stjórnmálamenn á vinstri kanti stjórnmálanna sem geta ekki einu sinni skilgreint orðið "kona". Rowling sagði að það væru bara konur sem færu á túr og þar með varð hún að transhatara svo merkilegt sem það nú er. 

Í síðasta mánuði sagði Rowling á Twitter, en hún á 14 milljónir fylgjenda þar þegar meint transkona í kvennafangelsi nauðgaði samfanga sínum: " 

“Never forget,Sturgeon, her government and supporters have insisted that it is ludicrous to imagine anyone would dress in women’s clothes to get access to vulnerable women and girls. Wouldn’t happen. Everyone is who they say they are. To question this is hate. ‘The party told you to reject the evidence of your eyes and ears. It was their final, most essential command.’ George Orwell, Nineteen Eighty-Four …”

Katrín Jakobsdóttir fékk samþykkt eins og Sturgeon á  Alþingi Íslands lög um kynrænt sjálfræði. Þau lög eru sama eðlis og þau skosku nema örlítið vitlausari. Hér finnst stjórnmálamönnum það ekki tiltökumál, enda sjálfsagt ekki kynnt sér vitleysuna til hlítar. Þeir ættu að gera sér það til dundurs  að þýða það tilvitnunina í J.K.Rowling og vonandi opnast þá augu þeirra um brýna nauðsyn þó ekki væri vegna öryggis kvenna og almennrar skynsemi að afnema lögin um kynrænt sjálfræði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4061
  • Frá upphafi: 2426905

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3771
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband