Leita í fréttum mbl.is

Auðvaldið og formaður Eflingar.

Í gær hélt formaður Eflingar fund í Iðnó, þar sem ýmis orð féllu um baráttuna gegn "auðvaldinu." Af ýmsu má ráða ekki síst orðum formannsins Sólveigar Önnu, að baráttan nú sé barátta gegn "auðvaldinu." 

Í kjölfar mótmælafundarins í Iðnó gegn "auðvaldinu" hélt Sólveig Anna með halarófuna í eftirdragi til að mótmæla fyrst við Alþingishúsið og síðan við stjórnarráðið þar sem formaður VG hefur skrifstofur og er e.t.v. að mati Sólveigar Önnu fulltrúi og holdgervingur "auðvaldsins."

Verður helst ráðið að Sólveig Anna og halarófan telji auðvaldið sitji helst í fleti fyrir á Alþingi og stjórnarráði, sem löggjafarvald og framkvæmdavald, þar sem þessir aðilar eiga enga aðild að yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og SA

Ef til vill væri rétt að settur ríkissáttasemjari, sá ágæti maður, gerði formanni Eflingar grein fyrir því um hvað kjaradeila snýst og við hverja er að semja fyrst hún virðist komin út um víðan völl í baráttu gegn "auðvaldinu" frekar en bættum kjörum eigin félagsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Þetta er ömurlegt einu orði sagt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2023 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband