Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan

Í opinberri umræðu hefur virst, sem Seðlabankastjóri bæri einn ábyrgð á verðbólgunni í landinu og væri um að kenna. Aðgerðir Seðlabankans til þess með stýrivaxtahækkunum hafa verið gagnrýndar og jafnvel fordæmdar af stjórnmálamönnum, verkalýðsleiðtogum og flestum mannvitsbrekkum, samfélagsmiðla. 

Alþingi og ríkisstjórn virðast sammála um, að verðbólgan sé ekki þeim að kenna og það sé liðleskjuháttur Seðlabankastjóra að ná ekki að beisla verðbólguna og hafa á henni taumhald. 

Fjármálaráðherra taldi hækkanir ýmissa gjalda í ríkissjóð um áramótin ekki skipta miklu máli þó hún ylli verulegri hækkun vísitölunnar í janúar og segir nú, að engin hefði búist við að verðbólgan færi yfir 10%. Er það virkilega svo?

Helsti orsakavaldur verðbólgunar er Alþingi og ríkisstjórn. Með því að reka ríkissjóð með viðvarandi halla svo árum skiptir, búa til innistæðulausa peninga og ætla komandi kynslóðum að borga fyrir partýið er verið að búa til ávísun á verðmæti sem eru af skornum skammti. Eðlilega leiðir það til verðhækkana. 

Hagfræðingurinn og séníið Milton Friedman sagði á sínum tíma, að það væru stjórnmálamenn og ríkisstjórnir sem væru helsti orsakavaldur verðbólgunar og aðspurður um hvað ætti að gera til að koma í veg fyrir verðbólgu eða vinna gegn henni, sagði hann að ríkisstjórn ætti að gera þetta:

"Create less money. Spend less money." 

(Búið til minna af peningum og eyðið minnu af peningum)

Gott væri ef Alþingi og ríkisstjórn mundu gaumgæfa að það er ekki seðlabankastjóri sem er að reyna að slökkva eldinn sem ber ábyrgðina heldur þau sem kveiktu hann. Þeir sem afgreiða fjárlög með  viðvarandi halla.

Sennilega er orðin brýn þörf á, að forustumenn íslenskra stjórnmála kynni sér hugmyndafræði frjáls markaðshagkerfis og nauðsyn beri til, að kalla Hannes H. Gissurarson heim frá Brasilíu til að hafa byrjendanámskeið um markaðshagkerfið fyrir borgaralega stjórnmálamenn á Alþingi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og Hannes gæti kannski boðið Bolsonaro að koma með og halda námskeið í ábyrgri Ríkissmiðju, ég myndi kaupa miða á þann fyrirlestur.

Guðjón E. Hreinberg, 1.3.2023 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 367
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 4414
  • Frá upphafi: 2427258

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 4094
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband