Leita í fréttum mbl.is

Fúsk eða fagmennska

Faglærðir handverksmenn að því er mig minnir í Þýskalandi fyrir nokkrum árhundruðum hófu að gera kröfur til sjálfra sín um starfsþekkingu og mynduðu "Gildi" þar sem þeir sem uppfylltu lágmarkskröfur um verkþekkingu og verkgæði gætu selt neytendum þjónustu sína sem fagmenn á sviði viðkomandi iðngreinar.

Hugmyndin var því upphaflega um ákveðna neytendavernd þannig að almenningi stæði til boða að kaupa vinnu af sannanlega hæfum aðilum. Þar sem kerfið reyndist vel voru starfsheiti í ýmsum iðngreinum lögvernduð. 

Sérþekking í handverki og lögverndun iðngreina ásamt lágmarkskröfum um þekkingu og verkhæfni reyndust vel í Evrópu og gerði álfuna að forustuálfu og ríkustu álfu í heiminum. Fólk heldur að það hafi verið yfirburða háskólamenntun og afleiður hennar sem hafi gert Evrópu að forustuálfu, en það er misskilningur. Evrópa varð rík og tók forustu vegna þess að við áttum gott og hæft duglegt handverksfólk. Háskólafólkið færði okkur annað sem ekki var síður miklvægt en það er annað mál.

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara vekur athygli á því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra góðmála og nýsköpunar alhliða ætli að leggja niður kerfi lögverndunar starfsgreina. Spurning er af hverju ráðherra áformar að breyta ríkjandi skipulagi varðandi handverk.  

Hefur kerfið reynst illa? Svarið við því er nei. Hvað kallar þá á heildarendurskoðun og leggja niður gott kerfi?

Ráðherra ætti að gaumgæfa það sem Sigurður  Már bendir á, að þýsk stjórnvöld hafi vegna slæmrar reynslu af því sem Áslaug Arna ætlar nú að framkvæma hér,  horfið frá afnámi reglna um lögverndun iðngreina og tekið það upp aftur.  

Væri ekki ráð fyrir ráðherran að skoða vel það kerfi sem reynst hefur vel fyrir neytendur, verkþekkingu og framfarir áður en því er kastað á glæ? 


mbl.is Fyrirséð að fúsk muni aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband